is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22810

Titill: 
  • Hreyfistund fyrir börn með sérþarfir : stuttmynd um mikilvægi hreyfingar fyrir börn með fötlun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Greinargerð þessi er hluti af lokaverkefni mínu í Þroskaþjálfafræði við Háskóla Íslands. Hún fjallar um mikilvægi hreyfingar fyrir börn með sérþarfir. Mikilvægt er fyrir öll börn, sama hvort þau eru fötluð eða ófötluð að fá einhvers konar örvun í uppvexti þeirra. Leikir geta verið sniðug leið til að örva skyn- og hreyfiþroska. Margar rannsóknir hafa verið gerðar á hreyfingu fólks með þroskahömlun sem flestar sýna fram á að þau eru líklegri til að lifa kyrrsetulífi fremur en ófatlaðir. Hreyfing getur veitt þeim meira sjálfstæði, öryggi og félagsfærni.
    Special Olympics útbjó hreyfitíma sem heita Young Athletes. Þar leggja þau áherslu á örvun skyn- og hreyfiþroska tveggja til sjö ára barna með sérþarfir. Meirihluti þessara barna eru með þroskahömlun.
    Ásamt greinagerðinni gerði ég stuttmynd til að kynna foreldrum fatlaðra barna og barnanna sjálfra hvað Young Athletes er og hversu mikilvægt það er að byrja sem fyrst að stunda hreyfingu. Fimm viðmælendur koma fram í stuttmyndinni sem tengjast öll á einn eða annan hátt hreyfingu fyrir fatlaða. Inn á milli viðtalanna koma fram myndbrot úr hreyfitímum sem voru tekin upp í Rúmeníu og hér á landi.

Samþykkt: 
  • 10.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22810


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal.pdf2.63 MBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
Young athletes - hreyfing fyrir börn með sérþarfir (1080).mov535.01 MBOpinnKvikmyndVideo QuicktimeSkoða/Opna