is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/22813

Titill: 
  • Máttur margbreytileikans : handbók fyrir æskulýðsstarfsfólk sem starfar með börnum með sérþarfir
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verkefni þetta er 10 eininga lokaverkefni til B.A- gráðu í tómstunda- og félagsmálafræði frá Háskóla Íslands. Verkefnið er tvískipt og skiptist annars vegar í handbók og hins vegar í greinargerð sem felur í sér fræðilega hlutann. Tilgangur handbókarinnar er að auka þekkingu starfsmanna á því hvernig best sé að nálgast börn með sérþarfir í tómstundastarfi ásamt því að hafa möguleg áhrif á viðhorf fólks til barna og ungmenna með fötlun. Í greinargerðinni er fjallað um rétt barna með fötlun til að stunda tómstundir til jafns við aðra og mikilvægi vináttutengsla. Fjallað er um fötlunarfræði og mismunandi skilning fólks á fötlun. Flokkunarkerfi fötlunar eru skoðuð og farið er yfir viðmiðin við greiningu á þeim röskunum sem verða teknar fyrir í handbókinni. Því næst er kafli um gildi og mikilvægi tómstunda ásamt því að fjallað er um sjálfsmyndina og styrkingu hennar í skipulögðu tómstundastarfi. Í lok þessara tveggja kafla er umræðukafli sem tengir betur saman annars vegar fötlunarfræðina og hins vegar tómstundahlutann.
    Handbókin felur í sér hentug ráð og kennsluaðferðir sem nýtast í starfi með börnum og þá sérstaklega börnum með sérþarfir. Í handbókinni eru teknar fyrir þrjár raskanir: einhverfa, ADHD og kvíðaröskun; þeim er gert skil og helstu einkenni hverrar röskunar eru dregin fram. Handbókin er fyrst og fremst byggð á reynslu höfundar í starfi með börnum með sérþarfir og tekið skal fram að þessi handbók er einungis upphafspunkturinn og ekki endanleg úttekt á þessu viðfangsefni.

Samþykkt: 
  • 10.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22813


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ástrós Pétursdóttir - BA ritgerð 2015 .pdf230.47 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
Ástrós Pétursdóttir - handbók 2015.pdf542.05 kBOpinnHandbókPDFSkoða/Opna