is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22816

Titill: 
 • Ferðaþjónusta fyrir alla: Viðhorf ferðaþjónustuaðila til fatlaðra ferðamanna
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Þetta verkefni fjallar um viðhorf ferðaþjónustuaðila við að þjónusta fatlaða ferðamenn ásamt aðgengi að gististöðum.
  Við vildum kanna hvað væri í boði fyrir fatlaða einstaklinga og hvernig aðgengismálum væri háttað. Til að leggja mat á þessa þætti var haft samband við aðila sem koma að málefnum fatlaðra og ferðamálum þeirra eins og ferðaþjónustuaðila, þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar, einstaklinga sem notast við hjólastól sem eru virkir í útivist og fagaðila í aðgengismálum hér á landi.
  Markhópur rannsóknarinnar voru einstaklingar í hjólastólum. Gagnaöflun fór þannig fram að rannsakendur keyrðu hringinn í kringum landið og tóku viðtöl. Viðtöl voru tekin við 8 ferðaþjónustufyrirtæki, 3 hjólastólanotendur og 3 fagaðila sem hafa þekkingu á aðgengi og því sem er í boði fyrir þennan markhóp hér á landi.
  Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að viðhorf ferðaþjónustuaðila er jákvætt og og vilja flestir meina að ferðaþjónusta sé fyrir alla. Hinsvegar er aðgengi hér á landi ábótavant á mörgum stöðum og ekki geta allir ferðamenn notið þess að ferðast um náttúru Íslands. Niðurstöður sína einnig að margt sé í boði hér á landi og að það byggi mikið á þeim viðhorfum ferðamannsins og hvað þeir taki sér fyrir hendur í ferðamennsku.
  Lykilorð: Viðhorf og aðgengi ferðaþjónustuaðila, fötlun, útivist.

Samþykkt: 
 • 10.9.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/22816


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskil BA- Björn og Óli.pdf606.89 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna