Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/22819
Að hafa forskot á keppinaut sinn er eitthvað sem að allir íþróttamenn vilja hafa. Kraftur er einn þeirra þátta sem að getur gefið íþróttamönnum forskot á andstæðinga sína. Hlaupahraði, skotkraftur, stefnubreytingar og stökkkraftur eru dæmi um hreyfingar sem þarfnast krafts. Kraftþjálfun veitir íþróttamönnum hæfnina til þessa að framkvæma vinnu á sem skemmstum tíma. Margir fræðinmenn hafa rannsakað efnið og er verkefnið byggt á niðurstöðum þeirra rannsókna. Með þessu verkefni vill höfundur kynna kraftþjálfun á einfaldan og auðlesinn hátt. Einnig er megintilgangur verkefnisins að gefa þjálfurum yfirsýn yfir það hvernig eigi að haga kraftþjálfun og hvernig eigi að skipta þessari þjálfun niður eftir tímabilum á þjálfunarári.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Bjarki Stefánsson Kraftþjálfun fyrir handknattleik. BSc.Pdf | 787.51 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |