Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/22829
Fáir efast um gildi þess að þjóðfélagsþegnar í nútíma þjóðfélagi geti lesið flókinn texta og skilið innihaldið. Innihald texta er lykilatriði til að vekja áhuga á lestri. Textinn þarf að hafa þýðingu fyrir lesandann svo hann nenni að lesa hann. Hér verður fjallað um forrit sem verður smíðað fyrir foreldra og sett á internetið. Með forritinu verður hægt að búa til bók með ljósmyndum af börnum og texta sem hæfir aldri þeirra og þroska. Þannig verða til bækur sem foreldrar lesa fyrir börn sín sem innihalda efni sem vekur áhuga þeirra og verður undirstaða lestraráhuga.
Í ritgerðinni er kannað hvað fræðimenn m.a. Vygotsky og Ulrika Leimar höfundur LTG lestraraðferðarinnar segja um gildi merkingu texta fyrir lesanda og hlustanda bóka. Einnig um þróun orðaforða til að geta búið til efnissvið sem nýtist við gerð textans í forritinu.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lengi býr að fyrstu gerð.pdf | 878.72 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |