is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22833

Titill: 
  • Lífið er þjáning. Tilvistarstefna og skrif Antonin Artaud
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í eftirfarandi ritgerð verður fjallað um skrif um franska rithöfundarins, leikarans og leikstjórans Antonin Artaud um grimmdarleikhús sitt, og hugmyndir hans skoðaðar í samhengi við tilvistarstefnu franska heimspekingsins Jean-Paul Sartre. Reynt verður að varpa ljósi á öfgafullar hugmyndir og kenningar Artaud um leikhúsið og listina og afstöðu hans til tungumálsins, sköpunarinnar og umfram allt grimmdarinnar sem skipaði svo stóran sess í skrifum hans og lífi.
    Tvo rit voru höfð til grundvallar við ritun þessarar ritgerðar; annars vegar Leikhúsið og tvívera þess eftir Antonin Artaud og hinsvegar Tilvistarstefnan er mannhyggja eftir Jean-Paul Sartre. Þær kenningar sem Artaud setti fram í bókinni Leikhúsið og tvívera þess verða bornar saman við kenningar Sartre og reynt að sjá hvort að þær séu að einhverju leyti samræmanlegar.
    Ritgerðinni er skipt niður í þrjá meginkafla þar sem fjallað verður um Artaud og tungumálið, grimmdina og greiningu á Draumleik August Strindberg. Í kaflanum um Artaud eru hugmyndir Artaud um tungumálið sem verkfæri til sköpunar í leikhúsinu skoðaðar og litið á hvernig hann sá fyrir sér nýtt tungumál leiklistarinnar. Í þeim kafla sem fjallar um grimmdina er litið á grimmdarhugtak Artaud, hvaða hlutverki hann taldi grimmdina þjóna í lífinu og listinni og það skoðað í sambandi við það sem Sartre kallaði angist. Í kaflanum um Draumleik verður farið yfir hvaða stöðu þetta leikrit hafði í huga Artaud og áhrifa þess á grimmdarleikhúsið, auk þess sem litið verður á áhrif þess á tilvistarstefnuna og absúrdisma eftirstríðsáranna. Í lokaorðum ritgerðarinnar verður efni ritgerðarinnar dregið saman og reynt að útlista niðurstöðu hennar.

Samþykkt: 
  • 10.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22833


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lífið er þjáning.pdf249.02 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna