is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22837

Titill: 
  • Möguleikar fatlaðra til íþróttaiðkunar á Íslandi : Hvert er framboð til íþróttaiðkunar fyrir fatlaða á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar ritgerðar er að skoða framboð fyrir fatlaða til íþróttaiðkunar á Íslandi. Skoðað verður framboð á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Ritgerðin hefst á fræðilegri umfjöllun um skilgreiningu á fötlun og mismunandi sjónarhorn á fötlun. Mikilvægi hreyfingar kemur þar svo á eftir með hreyfiráðleggingar og mikilvægi hreyfingar fyrir fatlaða einstaklinga og góða heilsueflingu. Í ritgerðinni er íþróttaiðkunin stór þáttur og er farið ýtarlega í hvernig íþróttir fatlaðra byrjuðu á Íslandi og hvernig íþróttaiðkunin hefur þróast á síðustu árum á Íslandi.
    Íþróttafélögin á landinu eru þó nokkur, farið er yfir öll þau íþróttafélög fatlaða sem eru starfandi á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni og farið yfir hvað er í boði innan félagana fyrir fatlaða einstaklingana.
    Niðurstöður ritgerðarinnar sýna að ágætlega er staðið að íþróttum fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu en ástandið er ekki jafn gott á landsbyggðinni. Á höfuðborgarsvæðinu er margt í boði fyrir fatlaða einstaklinga, margar íþróttagreinar sem einstaklingur getur æft og mörg íþróttafélög sem einstaklingur getur skráð sig í. En á landsbyggðinni er ekki það sama uppá teningnum. Íþróttafélögin eru færri, sum eru ekki starfandi og einhver hafa hætt störfum. Íþróttafélögin eru líka dreifð auk þess að vera fá og því oft langt fyrir fatlaða einstaklinga að fara til að stunda íþróttir.

Samþykkt: 
  • 10.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22837


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ba-verkefni lokaskjal.pdf538.65 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna