is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22838

Titill: 
  • Vímuefni og fólk með þroskahömlun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í greinargerðinni sem hér fer á eftir er fjallað um vímuefni og fólk með þroskahömlun. Greinargerðin fylgir fræðslubæklingi sem ber titilinn Hvað eru vímuefni? og er hann ætlaður fólki með þroskahömlun í vímuefnavanda. Í þessari greinargerð er fjallað um fræðilegt samhengi sem bæklingurinn er gerður út frá. Lítið hefur verið fjallað um vímuefnavanda fólks með þroskahömlun og var bæklingurinn hugsaður fyrir þann hóp. Þetta er vandamál sem er viðkvæmt og er fólk með þroskahömlun jaðarhópur sem oft verður útundan í samfélaginu. Það virðist vanta úrræði fyrir þennan hóp þegar kemur að vímuefnameðferðum og úrræði sem til eru henta oft á tíðum ekki fólki með þroskahömlun. Þetta er vandamál sem þarf að finna lausn á þar sem að fólk með þroskahömlun í vímuefnavanda er hópur sem virðist fara stækkandi. Þessi bæklingur er hugsaður sem innlegg í hina mikilvægu umræðu um fólk með þroskahömlun í vímuefnavanda. Mikilvægt er að upplýsingar séu sem fjölbreyttastar og henti sem flestum. Nauðsynlegt er að fólk með þroskahömlun hafi aðgang að efni sem hentar því. Allir þurfa að vera upplýstir, bæði þessi hópur eins og allir aðrir, um hætturnar sem stafa af vímuefnum, og mikilvægt er að hann hafi aðgang að upplýsingum sem henta. Þessi bæklingur er hugsaður sem viðleitni í þá átt og er saminn með það í huga.

Athugasemdir: 
  • Fylgiskjal: fræðslubæklingurinn Hvað eru vímuefni?
Samþykkt: 
  • 10.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22838


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Jóhanna Hreinsdóttir.pdf528.44 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
baeklingur.pdf2.96 MBOpinnFræðslubæklingurPDFSkoða/Opna