is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22840

Titill: 
  • Sjálfsmynd og kynheilbrigði unglinga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verkefni þetta er heimildaritgerð um sjálfsmynd unglinga og kynheilbrigði þeirra. Mikilvægt er að skoða þessa hluti í samhengi þar sem miklar breytingar eiga sér stað á unglingsárunum. Farið er yfir þá helstu þætti sem koma að mótun sjálfsmyndar og hversu mikilvægur tími unglingsárin eru í því samhengi. Breytingar unglingsáranna eru útskýrðar ásamt því að skoðuð eru áhrif sambanda og samskipta, samfélagsmiðla og kynhneigðar. Í umfjöllun um kynheilbrigði er kynlíf unglinga skoðað og hvaða áhrif kynþroskinn hefur. Einnig er fjallað um helstu tegundir getnaðarvarna, kynsjúkdóma og fóstureyðingar unglingsstúlkna. Þá er fjallað um mikilvægi fræðslu og forvarna og hvernig foreldrar geta rætt um kynlíf við börnin sín. Helstu niðurstöður sýna að mikil þörf er á stefnumótun varðandi kynheilbrigði unglinga og kynfræðslu hér á landi. Til þess að unglingar nái að þróa með sér jákvæða og sterka sjálfsmynd verða þeir að komast í gegnum unglingsárin og kynþroskaskeiðið með heilbrigðum hætti. Þannig ættu þeir að geta skapað sér traustan farveg varðandi kynferðislega hegðun í framtíðinni.

Samþykkt: 
  • 10.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22840


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA lokaskil.pdf502.11 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna