is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22843

Titill: 
 • Tengslamyndun foreldra og fatlaðra barna : hvernig geta þroskaþjálfar stutt við þessi tengsl?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Mikil breyting hefur orðið á málefnum fatlaðra á Íslandi síðustu ár, sem og í heiminum öllum. Upplýsingaflæðið er orðið meira og aðgengilegra í samfélaginu, enda stærsti hluti landsmanna með greiðan aðgang að öllu því sem internetið hefur upp á að bjóða. Tæmandi upplýsingar og fræðslu um nær öll þau málefni sem snerta hvern einstakling. Það er því orðið mun auðveldara að verða sér út um upplýsingar um fötlun og uppeldi barna. Með auknum upplýsingum og fræðslu minnka fordómar í garð hinna ýmsu hópa samfélagsins sem hafa oft á tíðum orðið undir. Það er því þekkt hugtak að fræðsla útrýmir fordómum og er sennilega það sem haft hefur mest áhrif á það hvað við íslendingar höfum bætt okkur síðustu ár í málefnum fatlaðs fólks. Betur má þó ef duga skal og það er krafa nútímaþjóðfélags að vera á tánum og opið fyrir öllum þeim nýjungum sem geta bætt líf allra samfélagsþegna og auðveldað þeim að verða virkir þátttakendur í sínu eigin lífi sem og samfélaginu í heild.
  Í þessari ritgerð var stuðst við fræðilega ritaðar heimildir og var meginmarkmiðið með verkefninu að skoða tengsl foreldra við barn sitt með áherslu á það hvernig þroskaþjálfar geta stutt við foreldra barna með fötlun og aðstoðað þau við að efla tengsl við barn sitt.
  Helstu punktar sem unnið var eftir við gerð þessa verkefnis voru; ,,hver eru ákjósanlegustu tengsl foreldra við barn sitt‘‘ og ,,hvernig geta þroskaþjálfar stutt foreldra fatlaðra barna við að mynda og efla góð tengsl‘‘.
  Helstu niðurstöður og úrlausnir þessarar ritgerðar var sú að þroskaþjálfar þurfa að hafa góð samskipti við foreldra barnsins sem þeir eru að vinna með. Góð tengsl milli foreldra og fagfólks eru mikilvæg og hafa mikil áhrif á góða framvindu í þroska og námi barnsins. Þessar niðurstöður er mikilvægt að hafa bak við eyrað þegar unnið er með börn með fötlun, því oft lenda foreldrar í því að á þá er ekki nægilega vel hlustað og þeir hafðir út undan. Foreldrar eru með börn sín mesta tíma sólarhringins og þekkja þau best. Það er því mjög mikilvægt að þeir hafi tækifæri til að láta óskir, reynslu og þarfir sínar í ljós, og að þeir hafi lokasvar í ákvarðanatöku um málefni barns þeirra.

Samþykkt: 
 • 10.9.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/22843


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2015-KEG-BA.pdf607.52 kBLokaður til...24.05.2135HeildartextiPDF