is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22844

Titill: 
  • Einhverfurófsraskanir og börn í grunnskólum : upplifun foreldra barna á einhverfurófinu af grunnskólagöngu þeirra
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verkefni þetta fjallar um einhverfurófsrakanir og tek ég fyrir einhverfu, ódæmigerða einhverfu, Asperger-heilkenni, Retts-heilkenni, og upplausnarþrjóskuröskun. Einnig tók ég fjögur viðtöl við foreldra sem eiga börn á einhverfurófinu til að komast að þeirra upplifun af grunnskólagöngu barna sinna. Þar af auki fjalla ég um lög, reglugerðir og aðalnámsskrá grunnskóla. Ég hef reynslu að vinna með börnum á einhverfurófi og langaði mig því að athuga hvort þjónustan í grunnskólum væri ólík eftir því hvort einstaklingur býr úti á landi eða á höfuðborgarsvæðinu. Ég hef heyrt mismunandi sögur af því og langaði að skoða það sjálf með því að taka þessi fjögur viðtöl. Ég las greinar og bækur til að fræðast um einhverfurófsraskanir, lög, reglugerðir og aðalnámsskrá grunnskólana. Síðan tók ég viðtölin fjögur ýmist á heimili fólks eða þar sem það vinnur. Þær niðurstöður sem ég fékk úr viðtölunum er að þjónustan er mismunandi eftir einstaklingum. Upplifun foreldrana sem búa á höfuðborgarsvæðinu er mjög góð, og sögðust þau vera sátt við alla þá þjónustu sem börnin þeirra höfðu fengið. Upplifun foreldrana af landsbyggðinni var aftur á móti mjög ólík, enda um ólík börn að ræða. Barn sem þarf á minni þjónustu að halda hafði fengið mjög góða þjónustu í grunnskólanum alla tíð, en stúlka sem var komin í níunda bekk hafði alls ekki fengið góða þjónustu allan tímann þó svo það hefði skánað með tímanum. Mér finnst mikilvægt að skoða þjónustu við börn með einhverfurófsraskanir til þess að athuga hvort þjónustan sé nokkuð mismunandi því þessi börn eiga að fá sömu tækifæri og önnur börn, hvort sem þau búa á höfuðborgarsvæðinu eða úti á landsbyggðinni. Að auki eiga þau að fá sömu tækifæri og börn sem eru ekki með fatlanir.

Samþykkt: 
  • 10.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22844


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ritgerð nr 4... loka loka prenta prenta.pdf572.01 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna