is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22845

Titill: 
  • Kerfislægar hindranir í grunnskólum : lausnir og hlutverk þroskaþjálfa
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessu verkefni er sjónum beint að þeim kerfislægu hindrunum sem fatlaðir nemendur mæta í skólakerfinu. Þessar hindarnir hafa ekki verið mikið rannsakaðar út frá faglegum sjónarmiðum þroskaþjálfa og er tilgangur verkefnisins að varpa skýrara ljósi á þær. Jafnframt verða mögulegar lausnir á þessum hindrunum kynntar. Samkvæmt lögum og reglugerðum eiga fatlaðir nemendur rétt á að ganga í almennan skóla og hefur skóli án aðgreiningar verið opinber menntastefna hér á landi frá árinu 2008. Í nýjum íslenskum rannsóknum eru færð rök fyrir því að margar kerfislægar hindranir eru í grunnskólasamfélaginu. Erfitt er að benda á einn orsakaþátt sem útskýrir hvers vegna hugmyndafræðin um skóla án aðgreiningar virkar ekki sem slík. Rannsóknin, sem er eigindleg, byggir á opnum viðtölum við þroskaþjálfa sem hafa viðamikla reynslu í grunnskólum. Niðurstöður sýna að margar hindranir eru í vegi fatlaðra nemenda til að geta stundað nám sitt og notið skólagöngunnar til jafns við jafnaldra sína sem falla inn í samfélagsleg viðmið um venjulega nemendur. Margvíslegir þættir valda þessum hindrunum og má þar nefna aðkomu stjórnvalda, til dæmis við opinbera stefnumótun og skort á fjármagni inn í skólakerfið, þátt skólayfirvalda varðandi skort á samstarfi fagstétta og þjónustukerfa, ósveigjanleika á kennslu- og starfsháttum, lélegt aðgengi og skort á tækjabúnaði ásamt mörgum nemendum í bekk. Þá eru dæmi um að kennarar hafi litla reynslu af kennslu fatlaðra nemenda. Jafnframt hefur það mikil áhrif á innleiðingu hugmyndafræði skóla án aðgreiningar ef litið er á fjölbreytni sem vandamál. Niðurstaðan er því að þó stefnan um skóla án aðgreiningar hafi verið samþykkt og lögleidd þá er henni víða ekki framfylgt í daglegu starfi skólanna og því búa margir fatlaðir nemendur enn við fordóma og félagslega útskúfun frá skólasamfélaginu og jafnöldrum sínum. Þroskaþjálfar eru fagstétt sem er sérhæfð í málefnum fatlaðs fólks og er þeirra helsta hlutverk innan grunnskólanna að sinna réttindagæslu fatlaðra nemenda. Þeir stuðla að jafnrétti, virðingu fyrir fjölbreytileika og öðrum þáttum sem einkenna hugmyndafræði skóla án aðgreiningar.

Samþykkt: 
  • 10.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22845


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kerfislægar hindranir í grunnskólum_Klara og Rakel.pdf605.24 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna