is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22847

Titill: 
 • Aksturslok aldraðra. Líf að loknum akstri
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Sýnt er að öldruðum ökumönnum muni fjölga til muna á næstu árum. Kynslóðin sem nú er smám saman að komast á eftirlaunaaldurinn ólst upp með einkabílnum og er mjög fastheldin á þann ferðamáta. Aldraðir tengja akstur einkabílsins við hreyfanleika og aðgang að samfélaginu, sem er lykilþáttur lífsgæða og farsællar öldrunar. Einkabíllinn þykir tiltækur og sveigjanlegur ferðamáti sem veitir öldruðum ökumönnum tilfinningu fyrir frelsi og sjálfstæði. Aksturslok eru talin vera ákveðin tímamót í lífi fólks. Almennt er litið svo á að það sé bæði samfélagsleg ábyrgð og þjóðfélagslegur hagur af því að greiða fyrir tækifærum aldraðra til áframhaldandi þátttöku í samfélaginu. Það kemur í veg fyrir að þeir einangrist ásamt því að auðvelda þeim að viðhalda andlegri og líkamlegri heilsu og virkni sem kostur er.
  Rannsókn þessi er eigindlegrar gerðar og voru tekin viðtöl við átta heimabúandi aldraða fyrrum ökumenn. Við gagnagreiningu var stuðst við aðferðir grundaðrar kenningar. Helsti tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvernig aksturslok viðmælenda bar að garði, upplifun þeirra og reynslu af aksturslokunum og hvað hafi tekið við eftir að akstri einkabílsins lauk.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar gefa vísbendingar um að almennt verði mikil breyting á högum aldraðra við aksturslok. Það dró úr athöfnum utan heimilis og félagslegri þátttöku og flestir viðmælenda upplifðu skerðingu á sjálfstæði sínu og frelsi.
  Ástæður og aðdragandi akstursloka höfðu þó mikið með áhrif aksturslokanna á líf og líðan viðkomandi einstaklinga að gera.
  Í ljósi niðurstaðna rannsóknarinnar má telja að mikilvægt sé fyrir aldraða einstaklinga að taka sjálfir ákvörðun um að hætta að keyra og betra er að taka þá ákvörðun tímanlega. Afleiðingar akstursloka eru einkum komnar undir ferðamöguleikum, hreyfifærni og heilsufari ásamt tengslaneti, búsetu og efnahag. Það að geta aðlagast breyttum lífsstíl og öðlast sátt við tilveruna virðist vera úrslitaatriði fyrir
  líf og líðan aldraðra eftir aksturslok.
  Lykilorð: Aldraðir ökumenn, hreyfanleiki, lífsgæði, aksturslok, aksturshegðun, ferðamáti.

Styrktaraðili: 
 • Öldrunarráð Íslands
Samþykkt: 
 • 11.9.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/22847


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Álfhildur Hallgrímsdóttir, MA-ritgerð.pdf1.07 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna