Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/22853
Greinargerð þessi er partur af lokaverkefni til B.Ed.-prófs við Háskóla Íslands vorið 2015. Greinargerðin segir frá námsspilum og því hvernig megi samþætta þau við kennslu á sama tíma og hún fjallar um námsspilið Gagnagögn, en spilið er einnig partur af áður nefndu lokaverkefni til B.Ed.-prófs. Gagnagögn er fjölþætt námsspil og samþættir það fimm námsgreinar sem kenndar eru í íslenskum grunnskólum, það eru: íslenska, íþróttir, náttúrufræði, stærðfræði og almenn vitneskja. Undir flokkinn almenn vitneskja falla að mestu leiti verkefni tengd samfélagsgreinum en þó má finna þar nokkur verkefni tengd erlendum tungumálum. Námsspilið er ætlað unglingastigi og því var það námsefni, sem unnið er með á unglingastigi, haft sem viðmið við gerð þeirra spurninga og verkefna sem spilið býður upp á. Spilið er tilvalið til uppbrots á hefðbundinni kennslu og má með notkun þess reyna að vekja áhuga nemenda á bóklegum greinum með skemmtilegri nálgun á áður upptöldum viðfangsefnum. Í þessari greinargerð verður reynt að sýna fram á gildi námsspila í kennslu og útskýra afhverju námsspil ættu að vera nýtt meira í hefðbundinni kennslu heldur en tíðkast. Fjallað verður um notkun námsspilsins Gagnagögn, vinnuferlið á bakvið spilið og einnig fylgir greinargerðinni umfjöllun um þau verkefni og þær spurningar sem því fylgja. Sagt verður frá hvernig spilið byggist á sex grunnþáttum menntunar og hvernig þeir birtast í verkefnum spilsins. Með greinargerðinni fylgir einnig sýnishorn af spurningum og verkefnum spilsins, leikreglur þess og mynd af leikvangi.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Gagnagögn, Heiðrún og Salbjörg. Tilbúið..pdf | 1.44 MB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna |