en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/22854

Title: 
  • Title is in Icelandic Sjálfskaði: Áhættuþættir og úrræði : aðkoma fagstéttar þroskaþjálfa
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Umræða um sjálfskaðandi hegðun hefur ekki verið mikil hér á landi en hún hefur þó verið að aukast á síðustu árum samhliða umræðum um stöðu og skort á þjónustu fyrir börn og ungmenni með tví- og fjölþættan vanda. Það er mikilvægt að það verði vitundarvakning í samfélaginu fyrir þennan hóp. Sjálfskaðandi hegðun er samfélagsmein sem færa má rök fyrir að mikilvægt sé að varpa ljósi á.
    Markmið rannsóknarinnar var tvíþætt. Annars vegar að skoða skilgreiningar á sjálfskaða, birtingarform, áhættuþætti, tilgang og meðferðarúrræði ólíkra fagaðila. Hins vegar að skoða hvort og hvernig fagþekking þroskaþjálfa nýtist í starfi með einstaklingum sem glíma við sjálfskaðandi hegðun.
    Í ritgerðinni er fjallað um nokkrar fræðilegar skilgreiningar á sjálfskaðandi hegðun og farið yfir meðferðarúrræði sem talin eru nýtast þeim einstaklingum sem glíma við þennan vanda. Jafnframt er aðkoma fagstéttar þroskaþjálfa skoðuð í tengslum við þjónustu við þá einstaklinga sem hér um ræðir og varpað ljósi á hvort og hvernig hugmyndir og fagþekking þroskaþjálfa nýtist á þessum vettvangi. Vinnuferli einstaklingsmiðaðrar þjónustu var sérstaklega skoðuð í þessu skyni.
    Verkefnið okkar er eigindleg rannsókn og fræðileg úttekt þar sem tekin voru viðtöl við sex ólíka fagaðila sem á einn eða annað hátt hafa komist í kynni við einstaklinga sem glíma við sjálfskaðandi hegðun. Leitast var eftir svörum á viðhorfi ólíkra fagaðila til þess vanda sem hér um ræðir og reynslu þeirra af samvinnu við þroskaþjálfa í því ljósi.
    Niðurstöður sýna að til eru margar skilgreiningar á sjálfskaða en flestir fræðimenn og fagaðilar eru þó sammála um að sjálfskaði sé tjáningarform vanlíðunar og birtist á ólíkan hátt hjá einstaklingum. Sjálfskaðandi hegðun hefur ekki verið mikið rannsökuð hér á landi en áhugi á málefninu er að aukast og fagaðilar að átta sig betur á að það er ástæða á bak við sjálfskaðandi hegðun. Í því samhengi hafa þeir verið að þróa viðeigandi úrræði og vinnuaðferðir til að mæta þörfum þessara einstaklinga. Jafnframt sýna niðurstöður að þroskaþjálfar eiga fullt erindi í þjónustu við einstaklinga sem glíma við sjálfskaðandi hegðun. Það er á grundvelli helstu styrkleika þeirra sem er að horfa heildstætt á einstaklinginn og vinna samkvæmt einstaklingsmiðaðri nálgun í ljósi mannréttindasjónarhorns á fötlun og hugmynda um valdeflingu. Þroskaþjálfar starfa nú á breiðari vettvangi en áður og eru í auknum mæli að koma inn á þann vettvangs sem við höfum verið að skoða. Niðurstöður rannsóknarinnar benda einnig til þess að fagþekking þroskaþjálfa sé mikilvæg inn í teymisvinnu tengt sjálfskaðandi hegðun.

Accepted: 
  • Sep 11, 2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22854


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Sjálfskaði_Áhættuþættir_og_úrræði_Aðkoma_fagstéttar_þroskaþjálfa.pdf1,13 MBLocked Until...2030/05/01HeildartextiPDF