is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/22855

Titill: 
  • Hlustum á raddir foreldra : viðhorf, reynsla og skoðun foreldra fatlaðra barna á skólastarfi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Stefnan Skóli án aðgreiningar gengur út á að allir nemendur óháð fötlun eða námsgetu, hafi jafnan rétt á að stunda nám í sínum heimaskóla með viðeigandi stuðning. Þrátt fyrir það eru starfræktar sérdeildir sem og sérskólar. Skóli án aðgreiningar hefur verið mikið í umræðunni undanfarin ár og hafa margir sterkar en ólíkar skoðanir á hugmyndafræðinni. Viðfangsefni þessarar ritgerðar eru niðurstöður eigindlegrar rannsóknar sem unnin var á vorönn 2015. Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á viðhorf og reynslu foreldra gagnvart almennum grunnskólum annars vegar og sérskólum hins vegar. Í ritgerðinni er stiklað á stóru hvað varðar menntun barna með sérþarfir og ólík sjónarhorn á fötlun. Við framkvæmd rannsóknarinnar var stuðst við viðtalsramma og viðtöl tekin við foreldra barna í sérdeildum, sérskólum og almennum grunnskóla. Raddir foreldra eru mikilvægar að því leyti að varpa ljósi á það hversu ólíkir einstaklingar geta verið. Það sem hentar einum hentar öðrum ekki.
    Sú rannsóknarspurning sem ég lagði upp með hljóðaði svo: „Hver eru viðhorf og reynsla foreldra af almennum grunnskóla annars vegar og sérskóla hins vegar“. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að sérskólar, sérdeildir eða almennir grunnskólar henta ekki fyrir alla. Það sem hentar einum, hentar ekki öðrum þó um sé að ræða barn með sömu þroskahömlun. Það eru skiptar skoðanir á skóla án aðgreiningar. Sumir foreldrar telja að börn sem eiga rétt á sérskóla séu betur komin þar bæði náms og félagslega á meðan aðrir foreldrar vilja að börn sín umgangist börn í almennum grunnskóla og læri þeirra hegðun.

Samþykkt: 
  • 11.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22855


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskil.pdf578,07 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna