is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22858

Titill: 
  • Einelti : leiðir til lausna fyrir foreldra og kennara
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er skrifuð sem lokaverkefni til BA-prófs við Uppeldis- og menntunarfræðideild Háskóla Íslands. Megininntak hennar er einelti, mikilvægi inngripa fyrir börn og unglinga og þá sér í lagi aðferðir sem hægt er að nýta sem jákvæðan stuðning fyrir börn, hvort sem um er að ræða þolendur, gerendur eða áhorfendur eineltis. Þá verður lagaleg skylda skólanna skoðuð út frá skólanámskrám auk annarra reglugerða. Í seinni hluta ritgerðarinnar er rætt um afleiðingar eineltis til að ítreka mikilvægi inngripa. Verkefnið er unnið í kjölfar viðtala sem tekin voru á námsleiðinni, en niðurstöður þeirra leiddu í ljós að skortur virtist vera á fræðslu fyrir foreldra og kennara á inngripsaðferðum og leiðum til lausna í eineltismálum. Rannsóknarspurningar ritgerðarinnar eru eftirfarandi: Hvaða mögulegu inngrip eru til staðar fyrir börn og unglinga? Hvert geta foreldrar leitað eftir aðstoð? Greinargerðinni fylgir bæklingur auk heimasíðu og er markmiðið að veita ákveðin verkfæri til inngripa í eineltismálum. Hægt er að styrkja þolendur til að draga úr skaða sem einelti kann að valda og aðstoða gerendur í að bæta hegðun sína. Þá er áríðandi að virkja áhorfendur þar sem einelti á sér nær alltaf stað í kringum jafnaldra.

Styrktaraðili: 
  • Heimili og skóli styrktu útgáfu bæklings
Athugasemdir: 
  • Hægt er að senda fyrirspurnir á helgahronn@me.com
Tengd vefslóð: 
Samþykkt: 
  • 11.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22858


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Greinargerd_endanlegtskjal_HelgaHronn.pdf831.5 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Hægt er að hafa samband í tölvupósti á helgahronn@me.com ef óskað er eftir bæklingi. Annars bendi ég á heimasíðuna www.einelti.net