Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/22861
Þetta verkefni er lokaverkefni til B.A.- gráðu í Tómstunda- og félagsmálafræði frá Háskóla Íslands. Markmiðið með verkefninu er að vekja athygli á hópefli sem leið til að auka ánægju starfsfólks á vinnustöðum.
Með hópefli er hægt að auka samvinnu og samkennd á meðal starfsfólksins sem veitir aukna ánægju á starfsvettvangi. Fyrirtæki geta haft hag af því að auka hamingju starfsfólksins sem leiðir til minni starfsmannaveltu.
Fjallað er um hamingju, gleði, hópa og hópamyndun, mikilvægi markmiðssetningar, ávinning fyrirtækisins og hvað það er mikilvægt að læra og þroskast í gegnum leik, þrátt fyrir að vera orðin fullorðin.
Ritgerðin bendir á mikilvægi hópeflis til að auka ánægju starfsfólks auk þess að fá alla til að vinna saman að ákveðnu markmiði. Ánægðir starfsmenn eru ólíklegri til að skipta um starf og því heldur fyrirtækið mannauð sínum og starfsmannavelta minnkar til muna. Farið er yfir hópamyndanir og mikilvægi þess að vita hvað hópar standa fyrir og hvernig er unnið með þá.
Niðurstöður ritgerðarinnar benda ótvírætt á að hamingjusamir starfmenn er einn af lyklunum að farsælum rekstri. Hópefli er vænlegur kostur til að auka ánægju og gleði innan fyrirtækisins.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Hafa gaman og vinna saman_Linda Björk Hávarðardóttir.pdf | 761,25 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |