is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22863

Titill: 
  • Málörvun tvítyngdra barna á aldrinum tveggja til þriggja ára í leikskóla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Greinargerð þessi er unnin sem lokaverkefni í leikskólakennarafræðum á kennarabraut við Menntavísindasvið Háskóla Íslands á vorönn 2015. Auk greinargerðar fylgir verkefni sem unnið var með það í huga að búa til kennsluefni sem auðveldar starfsfólki leikskóla við málörvun tvítyngdra barna á aldrinum tveggja til þriggja ára. Í greinargerðinni leitast ég við að varpa ljósi á stöðu tvítyngdra barna á Íslandi og mikilvægi málörvunar fyrir þau bæði í leikskóla og heima fyrir. Flest tvítyngd börn njóta þeirra forréttinda að fá frá unga aldri að læra tvö tungumál. Fjallað verður um tvítyngi, málþroska og málörvun tvítyngdra barna á aldrinum tveggja til þriggja ára. Hvernig starfsfólk leikskóla getur komið að málörvun þessara barna auk þess sem sagt er frá mikilvægi móðurmálsins. Málörvun á sér stað í öllu umhverfi barna, bæði inni á heimilum þeirra og í leikskóla. Ástæða þess að skrifuð var saga sem nýta á við málörvun tvítyngdra barna í leikskóla er sú að alltaf má bæta við nýju efni fyrir þennan hóp barna. Vonast er til að þetta verkefni hjálpi kennurum og öðru starfsfólki leikskóla við málörvun tvítyngdra barna.

Athugasemdir: 
  • Fylgiskjal: Kennsluverkefnið Svona geri ég í leikskólanum
Samþykkt: 
  • 11.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22863


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni B.Ed. Margrét Björg.pdf735.38 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
Saga, Margrét Björg.pdf47.31 MBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna