is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22866

Titill: 
  • Auglýsingavæðing bloggsíðna: Viðhorf fólks til kostaðra umfjallana á bloggsíðum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Kostuðum umfjöllunum á bloggsíðum fer sífellt fjölgandi og fjölmörg fyrirtæki kjósa að fara í samstarf með bloggurum í markaðslegum tilgangi. Kostaðar umfjallanir fela í sér að bloggari fær sýnishorn, gjafir eða annars konar þóknun frá fyrirtækjum fyrir að fjalla um vörur eða þjónustu fyrirtækjanna á bloggsíðu sinni. Á undanförnum árum hafa neytendur verið að nýta sér þessar umfjallanir í auknum mæli þegar þeir eru í kauphugleiðingum, en einnig til að fylgjast með nýjum vörum sem eru að koma á markað. Það er mikilvægt að markaðsfólk og forsvarsmenn fyrirtækja geri sér grein fyrir því að bloggarar geta verið mikilvægur hluti af markaðsstarfinu, sé farið rétt að. Rannsóknir undanfarinna ára hafa þó sýnt fram á að neytendur eru oft neikvæðir í garð þessara kostuðu umfjallana, fyrst og fremst vegna þess að þeir telja bloggara oft ekki gefa rétta mynd af þeim vörum sem fjallað er um, þar sem þeir eru ekki hlutlausir.
    Markmið rannsóknarinnar var að kanna viðhorf fólks til kostaðra umfjallana á bloggsíðum, sem og hvaða áhrif kostaðar umfjallanir á bloggsíðum hefðu á traust til bloggara. Við gagnaöflun var notast við megindlega aðferðafræði þar sem könnunin var í formi spurningalista á rafrænu formi.
    Niðurstöður þessarar rannsóknar eru í samræmi við niðurstöður fyrri rannsókna, þar sem þátttakendur báru meira traust til þeirra bloggara sem tóku fram ef um kostaðar umfjallanir var að ræða. Þátttakendur töldu það draga úr trúverðugleika ef bloggarar höfðu fengið vörur frítt frá fyrirtækjum og fjallað um þær, en ekki tekið fram að um kostaða umfjöllun væri að ræða. Eftir því sem bloggarar tóku oftar fram að um kostaða umfjöllun var að ræða, því meira traust báru þátttakendur til þeirra.

Samþykkt: 
  • 11.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22866


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Margrét Dagbjört Flygenring Pétursdóttir.pdf716.84 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna