is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22868

Titill: 
 • Meðferðarþörf og þjónusta við sjúklinga á Tannlæknadeild Háskóla Íslands
 • Titill er á ensku Treatment need and dental service at the Faculty of Odontology, University of Iceland
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Tilgangur: Ritgerðin er lokaverkefni til BS gráðu í tannsmíði við Tannlækna¬deild Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands vorið 2015. Leitað var svara við rannsóknar-spurningunum: Hver er aldurs- og kynjaskipting þeirra sem koma til skoðunar á klínik Tannlækna¬deildar Háskóla Íslands? Hver er meðferðarþörf þeirra? Hversu stórt hlutfall skoðunarsjúklinga er tekið til meðferðar? Hefur aldur eða kyn sjúklinga áhrif á þá meðferð sem veitt er? Megintilgangur rannsóknarinnar var að varpa ljósi á hver eftirspurnin er eftir þjónustu á klínik Tannlæknadeildar og hvert sé umfang veittrar meðferðar í kjölfar frumskoðunar.

  Aðferðir: Megindleg aðferðarfræði var notuð við framkvæmd rannsóknarinnar og eru niðurstöður hennar settar fram með lýsandi tölfræði sem birt er í texta, töflum og á skýringarmyndum. Tekinn var saman listi yfir skoðunardaga á klínik Tannlæknadeildar á vormisseri 2011. Upplýsingar um meðferðarþörf þeirra sem komu í skoðun á þessum dögum voru skráðar samkvæmt því sem fram kom á frumskoðunarblöðum þeirra. Upplýsingar um meðferð í kjölfar frumskoðunar voru skráðar samkvæmt upplýsingum úr handskrifuðum og rafrænum sjúkraskrám deildarinnar. Notast var við forritin Microsoft Excel og SPSS 20 við vinnslu tölfræðinnar.
  Niðurstöður: Niðurstöður sýna að meðferðarþörf frumskoðunarsjúklinga er mjög mismunandi, allt frá því að vera engin í það að vera mjög umfangsmikil. Af heildarfjölda skoðunarsjúklinga (N=261) voru frumskoðunarblöð 97,3% þeirra tæk til skráningar. Reyndust 143 skoðunar¬sjúklingar (54,8%) fá einhverja meðferð á deildinni. 61% karla sem leituðu til deildar¬innar fengu meðferð og 48% kvenna. Samkvæmt kí-kvaðrat prófi voru karlar sem fengu meðferð marktækt fleiri en konur (p=0,035). Flestir skoðunar-sjúklingar voru fæddir á árunum 1980-1989 (30,2%) en fæstir á árunum 1920-1929 (1,2%).
  Ályktun: Tannlæknanemar á klínik deildarinnar sinna rúmum helmingi þeirra sjúklinga sem þangað leita. Frá sjónarhorni deildarinnar er mikið offramboð af sjúklingum í ákveðnum greinum, til dæmis í tannfyllingu, en skortur á viðfangsefnum fyrir nemendur í öðrum greinum, eins og heilgóma- og partagerð og bitlækningum.

 • Útdráttur er á ensku

  Purpose: This thesis is a project towards a BS degree in dental technology at the School of Health Sciences at the University of Iceland, conducted in the spring term of 2015. The main purpose of the thesis was to answer the following research questions: What is the distribution, by age and gender, of subjects which have undergone a primary examination at the University of Iceland’s dental clinic? What is their treatment need? What is the ratio of patients that receive treatment subsequent to the primary examination? Does age or gender affect the treatment that patients do receive? The main purpose of the research was to register the need for treatment observed at the University of Iceland’s clinic and to record to what extent that need is met.
  Methods: This study was conducted using quantative methods and its results are presented using descriptive statistics displayed with text, tables and charts. Lists of radiographic examinations for all primary examination days in the spring term of 2015 were collected. Information on treatment need of patients examined on those dates was recorded according to their primary examination information sheets. Information about treatment following primary examination was collected from the patients’ medical records. Microsoft Excel and SPSS 20 were used for statistical analysis.
  Results: Results show that primary examination patients’ need for treatment varies from extensive to none. Of the total of 261 primary examination patients 97,3% had information sheets that could be recorded. A total of 143 examination patiens (54,8%) received some treatment at the clinic. Sixty-one percent of men that sought treatment received dental service and 48% of women. According to a chi-quadrat test men were significally more likely to receive treatment than women (p=0,035).
  Conclusion: Dental students at the university’s clinic manage to treat a little over half of the patients that seek their assistance. From the department’s perspective there is a surplus of patients in need of treatment in certain fields, such as operative dentistry, but lack of subjects in others, such as prosthetics and dental occlusion.

Samþykkt: 
 • 14.9.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/22868


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Eva Guðríður Guðmundsdóttir - Meðferðarþörf og þjónusta við sjúklinga á Tannlæknadeild Háskóla Íslands - BS ritgerð.pdf2.83 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna