is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22869

Titill: 
 • Tóbaksneysla og notkun íþróttaskinna hjá íshokkíleikmönnum á Íslandi
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Tilgangur: Ritgerð þessi er lokaverkefni höfundar til BS gráðu í tannsmíði við Tannlæknadeild Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands vorið 2015. Tilgangur rannsóknarinnar var tvíþættur, annars vegar að kanna tóbaksneyslu íshokkíleikmanna á Íslandi, til að fá upplýsingar um stöðu má la hér á landi og bera saman við rannsóknir á tóbaksneyslu íþróttamanna erlendis. Hins vegar að skoða íþróttaskinnunotkun meðal íshokkíleikmanna á Íslandi. Leitað var svara við rannsóknarspurningunum:
  Hversu algeng er munntóbaksneysla íshokkíleikmanna á Íslandi?
  Hversu algeng er notkun íþróttaskinna á meðal íshokkíleikmanna á Íslandi?
  Leitast var við að fá samaburðarmat á tóbaksneyslu íshokkíleikmanna á Íslandi við leikmenn annarra íþrótta hérlendis og erlendis. Einnig var athugað hvort notkun á munntóbaki væri meiri innan íshokkí íþróttarinnar samanborið við aðrar íþróttir. Könnuð var notkun íþróttaskinna til að átta sig á hvort að íþróttaskinnur séu notaðar sem fyrirbyggjandi vörn gegn slysum á tönnum við iðkun íshokkígreininarinnar.
  Aðferðir: Við rannsóknina var notuð megindleg aðferðafræði þar sem notast var við töluleg gögn til að skoða viðhorf og hegðunarmynstur. Niðurstöður rannsóknarinnar eru settar fram í texta, töflum og á myndrænan hátt. Gögnum var safnað með spurningalista sem samanstóð af 27 spurningum, en rannsakandinn fór með listann á íshokkíæfingar nokkurra liða og lagði fyrir leikmenn. Þeim leikmönnum sem mættu á æfingu þann daginn var boðið að taka þátt í rannsókninni.
  Niðurstöður: Af þeim 148 sem var boðið að taka spurningakönnunina voru 146 sem svöruðu og gerir svarhlutfallið 98,6%. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýna að 36% þátttakenda neyta tóbaks að staðaldri og einungis 27% þátttakenda nota íþróttaskinnur við iðkun íshokkígreinarinnar.
  Ályktun: Ef marka má niðustöður má álykta að tæp 40% íshokkíleikmanna, bæði karlar og konur, á meistaraflokksstigi neyti tóbaks. Flestir neyta munntóbaks og það í miklum mæli. Notkun íþróttaskinnu er frekar óalgeng á meðal íshokkíleikmanna á Íslandi.

 • Útdráttur er á ensku

  Purpose: This thesis is a project towards a BS degree in dental technology from the Faculty of Odontology, School of Health Sciences at the University of Iceland spring 2015. The main purpose of the thesis is to answer the following research questions:
  How frequently do ice hockey players in Iceland use smokeless tobacco?
  How common is the usage of a mouthguard among ice hockey players in Iceland?
  A key project is to get comparative evaluation of tobacco usage of ice hockey players in Iceland and players who practise different sport in that country and globally. Informations about mouthguard usage are important to be able to see if they are used as a preventive protection against accidents of the oral cavity while the sport is practised and played.
  Methods: This study was conducted using quantitative method where statistics where gathered to view opinions and behaviour patterns. The results are displayed as texts, charts and graphics. The data was collected with questionnaires which the researcher brought to the teams and laid out for them to answer. The players who participated were the players who showed up for practice that day.
  Results: In total 146 participants out of 148 responded to the questionnaire, a response ratio of 98,6%. The main results of this research show that 36% of Icelandic ice hockey players on senior level use tobacco and only 27% of them use mouthguard while training and competing in ice hockey.
  Conclusion: : Up to 40% of Icelandic senior ice hockey players, man and women, use tobacco continually. Most of the consumption is smokeless tobacco and a great deal of it.
  Usage of mouthguard during a training or a competing in ice hockey is not common amongst Icelandic ice hockey players.

Samþykkt: 
 • 14.9.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/22869


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tóbaksneysla og notkun íþróttaskinna hjá íshokkíleikmönnum á Íslandi.pdf1.76 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna