is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2287

Titill: 
  • „Mér er alveg sama þótt þeir séu hérna, svo framarlega að þeir láti mig í friði.“ Fordómar í garð ólíkra hópa einstaklinga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Fordómar eru fyrirfram ákveðnar skoðanir á einstaklingi eða hópi. Fordómar tengjast við staðalímyndir hvort sem þær eru jákvæðar eða neikvæðar. Þess vegna er hægt að segja að staðalímyndir séu í raun grundvöllur fordóma. Þegar hugsað er um fordóma hugsa flestir um kynþáttafordóma en þeir hafa verið mest áberandi í umræðunni síðustu ár. Hins vegar einskorðast fordómar ekki við kynþætti heldur geta þeir beinst að hvaða minnihlutahópi sem er. Fordómar í garð fatlaðra hafa verið minna áberandi í umræðunni en þeir hafa samt sem áður verið til staðar. Það að loka einstaklinga inn á stofnunum og framkvæma fjölda ófrjósemis aðgerðir er dæmi um slíkt. Samkynhneigðir hafa líka barist við sína fordóma sem hafa verið leyndir en mjög grimmir. Sú sýn var uppi á árum áður að samkynhneigð bryti gegn staðlaðri ímynd kjarnafjölskyldunnar. Það var ekki fyrr en á seinni hluta áttunda áratugs síðustu aldar sem fyrsti maðurinn kom úr felum á Íslandi og hefur barátta samkynhneigðra vaxið og dafnað eftir því.

Samþykkt: 
  • 28.4.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2287


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerdin heild_fixed.pdf533.49 kBLokaðurRitgerðin - heildPDF
IN_fixed.pdf365.93 kBLokaðurEfnisyfirlit, inngangur, meginmál, lokaorð og heimildaskráPDF
ttur_fixed.pdf219.41 kBOpinnForsíða og útdrátturPDFSkoða/Opna