is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22871

Titill: 
  • Titill er á þýsku Kämpfe der „unsichtbaren“ Frauen. Die deutsche Frauenbewegung und die Femininendung -in
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Eftirfarandi ritgerð er lögð fram til BA-prófs í þýsku við Háskóla Íslands. Í ritgerðinni er fjallað um viðskeytið –in, sem skeytt er aftanvið starfsheiti til að hægt sé að aðgreina konur og karla. Leitast var við að komast að hvernig endingin er mynduð, hvernig hún hefur þróast í tímans rás og hvernig notkun hennar er háttað í dag. Rannsóknarspurning ritgerðinnar er: Hvernig myndaðist kvenkynsendingin –in þegar tekið er tillit til kvennahreyfingarinnar?
    Kvenkynsendingin -in er fyrst tengd við baráttu þýskra kvenna í lok 18. aldar. Þá stóð franska byltingin yfir og stúlkur fengu loks að hefja nám við háskóla. Fyrir þann tíma voru konur ekki farnar að berjst fyrir réttindum sínum, enda lítið mark tekið á þeim í samfélaginu. Með baráttu sinni um kvenkynsviðskeytið -in vildu þýskar konur verða sýnilegri í samfélaginu og sjá svart á hvítu að ekki væri einungis verið að fjalla um karlmenn í ræðu og riti. Sum tímabil kvennahreyfingarinnar fleyttu konum áfram, en á öðrum tímum stóðu þær í stað eða færðust aftur á byrjunarreit. Mesti árangur, hvað varðar jafnrétti í tungumálinu, hlaust með nýju kvennahreyfingunni, sem hófst rétt eftir seinni heimstyrjöld. Þá rannsökuðu femínistar tungumálið nánar og sýndu vaxandi áhuga á að greina kynjamisrétti í þýskri tungu.
    Þó að baráttan um kvenkynsendinguna hafi einungis verið lítið brot af baráttumálum kvennahreyfingarinnar, þá hafði hún mikla þýðingu fyrir stöðu kvenna og að þær yrðu metnar að verðleikum. Með rannsóknum er þó hægt að greina minnkandi notkun á kvenkynsstarfsheitum í atvinnuauglýsingum blaða en annars staðar. Við ræðuhöld og á samkomum þykir mörgum það tefja fyrir og valda málalengingum, að þurfa stöðugt að vera að bæta við kvenkynsstarfsheitinu; kvenkynsendingunni –in er þá oft sleppt, en þó ekki alltaf. Eldri konur nota nánast ávallt kenkynsendinguna, því að þær muna eftir baráttu kynsystra sinna, en yngri konur eru ekki eins duglegar við að nota hana. Kvenkynsendingin hefur þó haldið sér í talmáli og rituðu máli en henni fer ört fækkandi í nútíma netsamskiptum.

Samþykkt: 
  • 14.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22871


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð - Margrét Elín Ólafsdóttir.pdf878.94 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna