is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/22873

Titill: 
  • Áhrif íþrótta og hreyfingar á lundarfar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Það er fátt mikilvægara fyrir manneskju en almenn líkamleg og andleg heilsa. Hún er grundvöllur að góðu og jákvæðu lífi, hamingju og heilbrigði. Einn mikilvægasti þátturinn til að lifa heilbrigðu lífi er regluleg, líkamleg hreyfing og ætti hún að vera sjálfsögð í lífi hvers manns. Eins og staðan er í dag virðist þessi hluti af lífi okkar vera á hraðri niðurleið og er sú þróun að miklu leyti vegna nútíma lífsvenjum okkar. Manneskjan gerir sér lífið auðveldara og þægilegra með uppfinningum eins og bensíni og rafknúnum farartækjum og með afþreyingum eins og tölvum og sjónvörpum. Þessar uppfinningar eru að sjálfsögðu orðnar nauðsyn í nútíma samfélagi og hafa marga kosti, en á móti kemur að við hættum að upplifa umhverfið í kringum okkur og almenn andleg og líkamleg heilsa okkar versnar því miður í staðinn. Þetta verkefni fjallar um hvaða áhrif almenn hreyfing hefur á líkama og sál. Allt frá börnum til eldri borgara og hvernig best sé að koma sér af stað og hvenær sé best að beina sjónum að hinum ýmsu líkamlegu afþreyingum. Ritgerðin er heimildaritgerð og styðst við rannsóknir sem sýna fram á kosti almennrar hreyfingar og áhrif hennar á líkamlega og andlega vellíðan, jafnvægi og lífsgæði.

Samþykkt: 
  • 14.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22873


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif íþrótta og hreyfingar á lundarfar.pdf532.13 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna