is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22874

Titill: 
  • Ertu úlfur? : mannréttindanálgun og þróun þjónustu við geðfatlað fólk
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessu verkefni er sjónum beint að þjónustu við geðfatlað fólk og leitað svara við því hvernig mannréttindasjónarhorn á fötlun birtist í þjónustu við það. Í því samhengi er varpað ljósi á fagstétt þroskaþjálfa, sérþekkingu hennar og hugmyndafræði og skoðað hvernig þeir geta styrkt þjónustu við geðfatlað fólk. Í ritgerðinni er fjallað um hvernig réttarstaða fatlaðs fólks hefur þróast í áranna rás og í því ljósi er horft til þeirrar stefnu og hugmynda sem leiða framkvæmd þjónustu við geðfatlað fólk. Jafnframt eru helstu áskoranir að mati hagsmunaaðila rannsóknarinnar skoðaðar.
    Verkefnið er fræðileg úttekt og eigindleg rannsókn þar sem tekin voru viðtöl við fagfólk sem starfar innan málaflokks geðfatlaðs fólks. Jafnframt var einn viðmælandi fyrrum þjónustunotandi geðheilbrigðiskerfisins. Rannsóknin gefur til kynna nauðsyn þess að móta þurfi málaflokki geðfatlaðs fólks skýrari stefnu í anda mannréttindasjónarhorns á fötlun. Auk þess að efla samvinnu ólíkra þjónustuaðila. Niðurstöður sýna að þrátt fyrir að margt hafi áunnist í málaflokki geðfatlaðs fólks er víða pottur brotinn, sem birtist sem stefnuleysi í búsetuúrræðum, mikilli sjúkdómsvæðingu og ákveðnu valdaójafnvægi á milli fagfólks, kerfa og þjónustunotenda. Út frá niðurstöðum er hægt draga þá ályktun að sérþekking þroskaþjálfa nýtist vel í þjónustu við geðfatlað fólk. Þar sem sérþekking þeirra og starfshugmyndir leggja áherslu á að horfa beri heildstætt á einstaklinginn og vinna ávallt út frá styrkleikum hans og þörfum í ljósi mannréttindasjónarhorns á fötlun og valdeflingar.

Samþykkt: 
  • 14.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22874


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ertu_ulfur_Ragna R.pdf767.48 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna