is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/22878

Titill: 
  • Leikir og spil í stærðfræðinámi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Lokaverkefnið Leikir og spil í stærðfræðinámi samanstendur af heimasíðu þar sem finna má skemmtileg borðspil og leiki í spjaldtölvu sem hægt er að nýta í stærðfræðikennslu í leikskóla og á yngsta stigi grunnskóla. Stærðfræði er mikilvægur hluti af menningunni og eru börn fljót að læra og byggja upp skilning sinn á tölum, táknum og sambandi þar á milli. (Aðalnámskrá grunnskóla 2013, bls. 208; Copley, 2010, bls. 3-4). Heimasíðan Leikir og spil í stærðfræðinámi er góður hugmyndabanki fyrir kennara til að leggja námsbókina til hliðar og vera með fjölbreytta stærðfræðikennslu. Með því að flétta saman leik og námi fá börn tækifæri til að efla þekkingu sína á merkingarbæran hátt (Jóhanna Einarsdóttir, 2010, bls. 4). Spil og leikir eru góð undirstaða fyrir börn til þess að læra stærðfræði og hafa tölvuleikir verið notaðir sem gagnleg æfingatæki í stærðfræðinámi. Tölvuleikir eru hvetjandi og börn sjá oftast um leið út á hvað leikurinn gengur og fá því fljótt svör við spurningum sínum (Bakker, Heuvel-Panhuizen og Robitzsch, 2014, bls. 55-56). Í dag er upplýsingatæknin orðin stór hluti af daglegu lífi fólks og eru flestir leikskólar og grunnskólar komnir með spjaldtölvur. Þeir skólar sem ekki eiga slíkt tæki geta notast við borðspilin sem má finna á heimasíðunni. Inni á heimasíðunni Leikir og spil í stærðfræðinámi er að finna ítarlega lýsingu á spilunum og leikjunum ásamt myndum og myndbrotum.

Samþykkt: 
  • 14.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22878


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Greinargerð leikir og spil í stærðfræðinámi SAL nýtt.pdf635.24 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna