is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22881

Titill: 
  • „Ég hefði ekki viljað gera neitt annað“ : viðburðastjórnun og ungmenni
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þetta verkefni er lokaritgerð til BA-prófs í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands. Verkefnið er heimildaritgerð um viðburði, viðburðastjórnun og ungmenni. Með fræðilegri umfjöllun eru þeir áhrifaþættir greindir sem felast í viðburðum og þátttöku í viðburðastjórnun, einkum með tilliti til menntunar og þroska ungmenna. Leitast er við að varpa ljósi á það hvað felst í hugtökunum viðburðastjórnun og leiðtogafærni og hvaða þýðingu það hefur þegar að ungmenni eru virkjuð til þátttöku í skipulögðum viðburðum. Í því samhengi er mikilvægi leiðbeinandans dregið fram sem getur meðal annars stuðlað að auknu sjálfstrausti og virkri þátttöku ungmenna. Gerð er grein fyrir ýmsum áhrifum viðburða þar á meðal efnahagslegum, félagslegum auk pólítískra áhrifa sem og upplifun fólks af viðburðum. Sömuleiðis eru mismunandi leiðtogastílar leiðbeinanda/leiðtoga tíundaðir og sú færni sem fólk þarf að hafa til brunns að bera í því samhengi. Megin áhersla er þó lögð á þau tækifæri sem felast í þátttöku ungmenna í viðburðum.
    Viðburðastjórnun, viðburðir, ungmenni, virk þátttaka, leiðtogafærni.

Samþykkt: 
  • 14.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22881


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
„Ég hefði ekki viljað gera neitt annað“ Viðburðastjórnun og ungmenni.pdf450.33 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna