Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/22884
Verkefni sem hér er lagt fram er tvíþætt og felur annars vegar í sér bæklinginn Til þín sem ert í sorg, sem er skrifaður á einföldu máli og hins vegar fræðilega greinargerð um ástvinamissi – sorg og sorgarviðbrögð fólks með þroskahömlun. Bæklingurinn er ætlaður fólki með þroskahömlun sem er að glíma við sorg vegna ástvinamissi og er markmið hans að útskýra á einföldu máli eðlileg viðbrögð okkar við ástvina missi. Ástæðan fyrir því að hafa hann á einföldu máli var að gera fræðsluefni aðgengilegra. Greinargerð þessari er ætlað að varpa ljósi á sorg og sorgarviðbrögð einstaklinga og skoða hvort að þau birtast öðruvísi hjá fólki með þroskahömlun. Dauðinn er óumflýjanlegur hluti af lífinu og er mikilvægt hverjum og einum að þekkja sorgarviðbrögð sín og fá viðeigandi stuðning í gegnum þennan erfiða tíma. Sorg fólks með þroskahömlun er oft vanmetin og misskilin þar sem ákveðin hegðun er oft talin tengjast fötluninni en ekki viðbrögðum við sorg. Lítið er gert úr tilfinningum fólks með þroskahömlun og talið að það finni ekki fyrir sorg og hafi ekki skilning á henni. Mikil þversögn felst í því að einnig er oft talið að fólk með þroskahömlun finni til svo mikillar sorgar að þau ráði ekki við hana og því þurfi að vernda þau fyrir henni. Mikilvægt er að fólki með þroskahömlun sé veitt viðeigandi stuðningur og aðstoð við að komast í gegnum sorgina sem fylgir ástvinamissi. Með bæklingi mínum bind ég vonir við að geta hjálpað fólki með þroskahömlun að skilja viðbrögð sín við missi.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA ritgerð LOKAlokaloka.pdf | 526.81 kB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna | |
BÆKLINGURINN loka.pdf | 1.6 MB | Opinn | Bæklingur | Skoða/Opna |