is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22886

Titill: 
  • Hin eina sanna menntun : vitundavakning um mikilvægi umbóta í menntun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi rannsóknarritgerð er skrifuð til þess að vekja fólk til umhugsunar um hvað það sé sem skiptir máli í menntun. Hún fjallar um mikilvægi þess að skólinn taki undir með heimilum í uppeldishlutverkinu og að menntun ætti að snúast um heildstæðan þroska einstaklings og búa hann undir þátttöku í lýðræðislegu þjóðfélagi. Það er gert með því að nemandinn fái að taka lýðræðislegan þátt í sínu eigin námi og fái fræðslu í félagsfærni. Menntun er ferli sem er samofið heimilum og skólum og þurfa báðir að ala upp barnið af virðingu, umhyggju og kærleik til þess að það sé tilbúið að takast á við komandi framtíð. Litið er til fræðimanna sem hafa haft sömu skoðanir í gegnum tíðina og skoðaðar verða róttækar hugmyndir um breytt menntakerfi. Að lokum er sýnt fram á mikilvægi samstarfs umhverfis, skólans og heimilis og skoðaðar eru umbætur sem hafa átt sér stað í skólum. Niðurstöðurnar eru þær að aukinn þjálfun í félagsfærni stuðlar að heildstæðum þroska nemendans og undirbýr hann undir þátttöku í samfélaginu. Skólinn þarf að taka þátt í uppeldi barnanna til að tryggja jafnrétti í menntun og mikilvægt er að markmið Aðalnámskrár séu höfð að leiðarljósi í kennslu.

Samþykkt: 
  • 14.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22886


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hin eina sanna menntun- Signý Hlín.pdf832.59 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna