is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22887

Titill: 
  • "Aðalmálið var að halda haus" : upplifun sjö til átta ára sveitabarna af heimavistarskóla á sjöunda áratugnum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi rannsóknarskýrsla fjallar um heimavistarskóla á Íslandi á sjöunda áratug síðustu aldar. Markmiðið er að varpa ljósi á upplifun barna sem voru send í heimavist á aldrinum 6-12 ára. Það þykir athyglisvert í dag að hugsa til þess hversu ung mörg börnin voru þegar þau voru send að heiman í heimavist þar sem þau dvöldu í viku til tvær vikur í senn. Fátt er að finna um fræðilegar heimildir eða reynslusögur á þessu sviði og því kominn tími til að opna á umræðu um þetta efni. Höfundur hefur heyrt sögur um heimavistarskóla frá fólki á öllum aldri, góðar og slæmar sem vakti upprunalega upp áhugan á efninu. Fáar ritgerðir hafa verið skrifaðar um heimavistarskóla og því taldi höfundur tilvalið að nýta tækifærið og gera forathugun að efninu.
    Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á fyrirkomulag heimavistarskóla sem dvalarstað fyrir öll börn á ákveðnu landsvæði á Íslandi, hver var tilgangurinn með heimavist og afhverju tekin var ákvörðun um að reisa slíka skóla. Leitast verður svara við rannsóknarspurningunni: Hver var upplifun sjö til átta ára sveitabarna af heimavistarskóla á sjöunda áratug síðustu aldar? Niðurstöður rannsóknarinnar byggjast á sögulegum frásögnum þriggja einstaklinga frá sama landsvæði sem áttu það sameiginlegt að vera send í heimavistarskóla sjö til átta ára gömul. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna fram á að upplifun fólks af heimavistarskóla var mismunandi. Einn viðmælandinn upplifði mikla heimþrá og vanlíðan í heimavist, annar viðmælandinn segist ekki telja heimavist hafa haft neikvæð áhrif á sig en hefði kosið sér annan möguleika ef það hefði verið í boði og sá þriðji upplifði jákvæðar tilfinningar og mundi eftir góðum tímum. Nauðsynlegt er að varpa ljósi á þetta efni sem er mikilvægur kafli í íslenskri skólasögu og gera sér grein fyrir þróun hugmynda um uppeldi og menntun. Staða barna og foreldra hefur breyst á aðeins nokkrum áratugum. Gerð er grein fyrir hvað viðgekkst í barnauppeldi á þessum tíma sem er áhugavert að skoða samanborið við nútíma hugmyndir.

Samþykkt: 
  • 14.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22887


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
sveinbjorg_zophoniasdottir_BAritgerd.pdf3.81 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna