Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/22894
Rannsóknir og greining hafa í áratugi safnað gögnum og stundað rannsóknir á högum og líðan barna og unglinga í grunnskólum og framhaldsskólum undir nafninu Ungt fólk. Í þessari rannsókn er aðallega unnið með könnun sem lögð var fyrir unglinga í 8. til 10. bekk vorið 2012 en einnig er notast við könnun sem lögð var fyrir framhaldsskólanemendur haustið 2013. Markmið rannsóknarinnar er tvíþætt, að greina ítarlega frá félagslegum áhrifum á áfengisneyslu og reykingar meðal unglinga, þar sem rannsökuð verða áhrif skipulagðrar íþróttaiðkunar og áfengisneyslu og reykinga vina og samspil þessara þátta hvað varðar áfengisneyslu og reykingar unglinga. Einnig eru þessi áhrif rannsökuð á skólahverfastigi til að einblína á þessi félagslegu áhrif sem verða í umhverfi unglinga. Niðurstöður voru fengnar með ítarlegri greiningu gagna og við framsetningu niðurstaðna eru notaðar tíðnitöflur, krosstöflur, myndrit, aðhvarfsgreining og reiknuð forspárlíkindi. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að íþróttaiðkun með íþróttafélagi hefur dregur marktækt úr áfengisneyslu og reykingum hjá unglingum. Þetta samband kom í ljós bæði á einstaklingsstigi sem og á skólahverfastigi. Einnig kom í ljós að marktæk samvirkni var á milli íþróttaiðkunar með íþróttafélagi og áfengisneyslu og reykinga vina þegar kom að áfengisneyslu og reykingum unglinga. Að lokum var einn árgangur skoðaður á tveimur tímapunktum, við lok 10. bekkjar og eftir fyrsta ár í framhaldsskóla. Í ljós kom að á þessum tíma sem leið á milli hætti stór hluti að stunda íþróttir með íþróttafélagi og áfengisneysla og reykingar jukust jafnframt verulega.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
MA - Skipulagt íþróttastarf, áfengisneysla og reykingar unglinga.pdf | 1.17 MB | Open | Heildartexti | View/Open |