is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22895

Titill: 
 • Sytrur minninga úr Mýrdalnum: Rannsóknir á munnlegri sögu
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Sagnaritun nútímans byggir sífellt meira á munnlegri sögu sem gefur ýmsa heillandi möguleika á nýjum nálgunum hvað varðar skrásetningu, greiningu og miðlun upplýsinga. Munnleg saga byggir á heimildaöflun með viðtölum sem síðan eru greind. Aðferðin hentar öðrum betur til að afla og greina heimildir um ákveðna hópa samfélagsins, en skráning á sögu kvenna og ýmissa jaðarhópa eru þekkt dæmi um gagnsemi þessarar aðferðar.
  Í ritgerð þessari er fjallað um úrræðin sem munnleg saga býður upp á við sagnaritun. Í því skyni að draga fram á skýran og raunsannan hátt kosti og ókosti aðferðarinnar þá var meðal annars unnin rannsókn á grunni hennar með viðtölum. Niðurstöður þeirra vinnu eru nýttar hér sem eiginleg dæmi til þess að skoða gagnsemi aðferðarinnar allt frá viðtals- og úrvinnsluferli til miðlunar samhliða því að vitnað er til nota aðferðafræðinnar á breiðum grunni á vettvangi sagnfræðinnar.
  Rannsóknarvinnan byggir á munnlegri sögu en auk þess er stuðst við aðferðafræði sem heyrir undir minningafræði, kvikmyndafræði og femíníska þekkingarfræði. Viðtöl voru tekin við nokkra einstaklinga sem þekktu förukonuna Vigdísi Ingvadóttir í Mýrdal í barnæsku. Viðtölin voru kvikmynduð og síðan greind með hliðsjón af aðferðafræði munnlegrar sögu. Auk þess sem niðurstöður þeirra rannsóknar nýttust sem raunviðmið í umfjöllun um aðerðafræði munnlegrar sögu þá gefa þær innsýn í líf síðustu förukonu landsins og um leið íslenskra förukvenna.
  Verkefnið sýndi hve áhrifarík munnleg saga er þar sem henni þar sem skilyrði til að beita henni eru góð. Um leið gafst tækifæri til að leiða fram í dagsljósið kosti þess að beita kvikmyndun við skráningu á munnlegri sögu og við miðlun hennar. Innsýn sú sem verkefnið gaf inn í líf förukvenna minnir okkur jafnframt á mátt munnlegrar sögu til að miðla sögu kvenna sem mikilvægt er að auka við svo mjög sem hallað hefur á skráningu sögu kvenna í gegnum tíðina.

Samþykkt: 
 • 14.9.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/22895


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sytrur minninga ur Myrdalnum - rannsoknir a munnlegri sogu docx.pdf656.27 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna