is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22897

Titill: 
 • Fyrstu skref í átt að straumlínustjórnun (lean). Undirbúningur og innleiðing
 • Titill er á ensku First steps towards lean management. Preparation and implementation
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Straumlínustjórnun (lean) hefur farið sigurför um heiminn, sérstaklega í Japan, Norður-Ameríku og Evrópu. Sífellt fleiri íslensk fyrirtæki bætast í hóp þeirra sem fara þessa leið við að hagræða í rekstri og ná betri árangri. Í byrjun var áherslan sérstaklega á framleiðslufyrirtæki en nú hefur athyglin beinst í auknum mæli að skrifstofuumhverfinu þar sem einnig má ná fram gríðarlegum árangri með aðferðum straumlínustjórnunar (lean). Þetta vakti forvitni höfundar og eftir að hafa setið ráðstefnu sem var á vegum Vátryggingafélags Íslands og fjallaði um innleiðingu straumlínustjórnunar (lean), vaknaði löngun til að kynnast þessum fræðum betur og er það ástæðan fyrir efnisvalinu.
  Þessi hugmyndafræði hefur þróast með árunum þar sem margir hafa lagt hönd á plóg við að auka við þá þekkingu og færni sem hún ber með sér. Það er því af miklu að taka í öllum þeim hafsjó af heimildum sem um þessa aðferðafræði hafa verið ritaðar.
  Markmið verkefnisins er þríþætt:
   Kynna aðferðafræði straumlínustjórnunar (lean) og helstu verkfæri.
   Benda á hvað þarf að vera til staðar svo innleiðing straumlínustjórnunar (lean) verði árangursrík og nái fótfestu innan fyrirtækja.
   Birta niðurstöður rannsóknar hjá fyrirtæki sem farið hefur í gegnum ferli straumlínustjórnunar (lean).
  Það er von höfundar að nýta megi verkefnið sem leiðbeiningar þegar hugað er að fyrstu skrefum í átt til innleiðingar straumlínustjórnunar (lean).
  Í verkefninu er því lýst hvernig ákjósanlegt væri að standa að innleiðingu straumlínustjórnunar (lean) og hvað þurfi að vera til staðar innan skipulagsheilda til að vel takist til. Nokkur algengustu verkfæra aðferðarinnar eru kynnt til sögunnar og fjallað er um viðhald og eftirfylgni, auk þess sem farið er yfir helstu atriði breytingastjórnunar.
  Þá eru kynntar niðurstöður úr rannsókn sem gerð var hjá íslensku fyrirtæki sem hefur innleitt straumlínustjórnun (lean) og stundað hana í nokkur ár.
  Niðurstöður voru þær að innleiðing straumlínustjórnunar (lean) krefst mikils úthalds og eftirfylgni. Stuðningur stjórnenda er algjört lykilatriði og fræðsla og þjálfun mikilvægur liður í því að fá starfsmenn með í verkefnið en það er nauðsynlegt svo að innleiðingin heppnist vel. Með straumlínustjórnun (lean) næst umtalsvert meiri framleiðni sem byggir á styttri ferlum og færri mistökum, auk þess sem starfsfólk fær tækifæri til að blómstra. Þessar niðurstöður voru staðfestar hjá því fyrirtæki sem rannsakað var auk þess sem greina mátti aukna starfsánægju á vinnustaðnum eftir innleiðinguna.

Samþykkt: 
 • 15.9.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/22897


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
20150913_Fyrstu_skref_lokaskjalB.pdf819.68 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna