Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/22898
Árið 2011 var svið hjá Reykjavíkurborg undir nafninu skóla- og frístundasvið sett á fót. Þetta svið sér um rekstur á grunnskólum, leikskólum, tónlistarskólum, námsflokkum Reykjavíkur og frístundamiðstöðvum en veitir einnig dagforeldrum starfsleyfi og sinnir eftirliti með þeim. Á sama tíma og sviðið var sett á fót voru nokkrir grunnskólar og leikskólar sameinaðir og í október árið 2014 gaf Intellecta út skýrslu sem fjallar um þessar sameiningar. Upplýsingar úr henni verða nýttar.
Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á framkvæmd sameininganna en það er gert með eigindlegri rannsókn þar sem stjórnendur þessara sameinuðu rekstrareininga voru spurðir opinna spurninga um þeirra upplifun á verkefninu. Einnig verða fyrirliggjandi fjárhagsáætlanir skoðaðar og lagt verður mat á það hvort það hafi verið þess virði að fara út í þessar framkvæmdir með tilliti til fórnarkostnaðar. Með því að draga saman niðurstöðurnar verður gert grein fyrir því hvort forsendur séu fyrir öðrum sameiningum í framtíðinni. Rannsóknarspurningarnar eru eftirfarandi:
Upplifa stjórnendur að sameiningarnar hafi skilað árangri, hvort sem um ræðir fjárhagslegan ábata eða bætingu á starfsanda, vinnuframlagi eða skipulagi?
Er fyrirhugaður sparnaður af sameiningunum þess virði ef litið er til þess sem fórnað er?
Eru forsendur fyrir öðrum sameiningum í framtíðinni út frá áætluðum sparnaði og upplifun stjórnenda?
Niðurstöður eru þríþættar, í fyrsta lagi er upplifun stjórnenda sú að hægt hefði verið að standa betur að breytingunum og gefa verkefninu lengri tíma í þróun. Afar óheppilegt hafi verið að sameina sviðið á sama tíma og stofnanirnar sjálfar. Í mörgum tilvikum komi þetta niður á leikskólum og starfsanda stofnananna og hafa leikskólarnir t.d. misst mikið af fagfólki. Í öðru lagi þá var þetta rekstrarleg ákvörðun og fyrir þær upphæðir sem áætlað er að sparist þá er það þess virði að gera þessar breytingar. Í þriðja lagi þá eru forsendur fyrir frekari sameiningum í framtíðinni ef litið er til sparnaðar sem fylgir fækkun stjórnenda. Þá þyrfti aftur á móti að standa betur að framkvæmdinni, sér í lagi uppsögnum stjórnenda sem koma í kjölfar sameiningar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Rekstur sveitarfélaga - Árangur af sameiningu Reykjavíkurborgar..pdf | 997,21 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |
Athugsemd: Ekki er heimilt að afrita ritgerðina að hluta að heild nema með fengnu leyfi höfundar.