is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/229

Titill: 
 • Ég skil það sem ég geri : samþætting náttúrufræði og myndmenntar
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Greinargerð þessi byggir á hugmyndum um samþættingu. Fjallað er um ýmsar á skilgreiningar á hugtakinu samþættingu sem kennsluaðferð. Í greinargerðinni er rakið álit nokkurra sérfræðinga á því hvernig kennslu skuli háttað þar sem notast er við samþættingu. Samþætting verk-, list- og bóknámsgreina gerir það að verkum að nemandi nær að tengja hug og hönd. Þá þurfa þeir að nýta eigin reynslu við úrlausn verkefna. Meginefni greinargerðarinnar fjallar um samþættingu tveggja námsgreina, náttúrufræði og myndmenntar. Hvaða gildi hafa námsgreinarnar í kennslu og hvernig koma þær til móts við markmið Aðalnámsskrár grunnskóla? Þessar eru meginspurningar greinargerðarinnar og í henni er leitast við að svara þeim.
  Bæklingur þessi er unninn sem lokaverkefni í Kennara-
  háskóla Íslands vorið 2007. Verkefnið unnu Anna Björk Sveinsdóttir og Hjördís Pálmarsdóttir. Bæklingurinn er hugsaður sem hugmyndabanki fyrir kennara. Í bæklingnum er gefin ein hugmynd að samþættingu tveggja námsgreina, náttúrufræði og myndlistar, fyrir hvern árgang eða frá 1.bekk upp í 7. bekk. Áhersla er lögð á að nemendur fari út og skoði umhverfið sitt í kringum skólann. Hvert verkefni er sett upp á svipaðan hátt, að nemendur læri í gegnum eigin upplifun á spennandi og skemmtilegan hátt. Til að það takist þarf að nota fjölbreyttar kennsluaðferðir og er það sem við stefnum að með þessum bæklingi.
  Bæklingurinn er byggður upp á mjög aðgengilegan hátt og reynt er að tengja verkefni hans við kennslubækur í náttúrufræði hvers árgangs fyrir sig. Fyrst eru markmið aðalnámskrár kynnt síðan markmið kennslunnar. Með markmiðunum geta nemendur bætt félagsþroska sinn en í leiðinni fá þeir að njóta sín sem einstaklingar í verkefnunum. Við teljum að sköpunargáfa nemenda muni eflast og frumkvæði og sjálfstæði þeirra einnig. Strax á eftir markmiðunum eru verkefnin kynnt ásamt leiðbeiningum fyrir
  kennarar. Kveikja að hverju verkefni er saga sem tengist markmiðum aðalnámskrár og kennsluverkefnum hverju sinni í náttúrufræði og myndlist. Eftir hvert verkefni er farið út í nánasta umhverfi skólans. Þar fer fram gagnasöfnum sem nemendur nýta sér þegar komið er aftur inn í kennslustofu. Nemendur eru síðan látnir vinna úr gögnum á bæði fræðilegan og skapandi hátt. Í bæklingnum eru ýtarlegar lýsingar og tillögur um hvernig hægt er að útfæra ólík verkefni með ólíkum efnum myndmenntarinnar og náttúrufræðinnar.
  Við teljum að mikilvægi bæklingsins sé að kennarar geta gengið að fullunnum kennsluhugmyndum sem eru bæði skapandi, fræðandi og skemmtileg. Þar sem verkefnin eru unnin með mismunandi kennsluaðferðum eiga þau að ná til sem flestra.
  Nemendur eiga að verða virkir þátttakendur í sínu eigin námi og þar af leiðandi nálgumst við stefnu fræðsluyfirvalda um einstaklingsmiðað nám.

Samþykkt: 
 • 20.6.2007
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/229


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Greinargerð.pdf272.84 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
Kennsluhugmyndir.pdf873.15 kBOpinnKennsluhugmyndirPDFSkoða/Opna