en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/22900

Title: 
 • Title is in Icelandic Gæðastjórnun ferlar og verklag hjá Útivist
 • Quality Management processes and procedures for Útivist
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  „Segja má að gæði séu alltaf góð og þannig sé í raun ekki hægt að tala um góð eða vond gæði, heldur einungis mismikil gæði“ (Vísindavefurinn, 2013).
  Rannsóknarverkefni þetta fjallar um gæði og gæðaumbætur og er tilgangur þess að leita svara við því hvort þörf sé á bættum gæðum hjá Ferðafélaginu Útivist og hvort hægt sé að bæta núverandi verklag í starfsemi félagsins. Viðfangsefnið er núverandi verklag á móttöku gesta ásamt innheimtu á þjónustugjöldum á svæði félagsins í Básum í Þórsmörk og skráningu á gistinóttum til Hagstofu Íslands. Verkefnið er unnið í samvinnu við Útivist. Ferðafélagið Útivist eru félagasamtök sem hafa starfað frá árinu 1975 en tilgangur þeirra er að hvetja fólk til ferðalaga og hollrar útivistar. Í ritgerðinni er sagt frá stefnumótun félagsins og áætlunum þess til ársins 2017. Rannsakandi beitti eigindlegri aðferð við rannsóknina og aflaði gagna með viðtölum. Viðmælendur rannsóknarinnar voru helstu hagsmunaaðilar félagsins; félagsmenn, sjálfboðaliðar og starfsmenn. Fjallað verður um kenningar frumkvöðla gæðastjórnunar ásamt skilgreiningar á gæðum, sagt er frá gæðastjórnunarkerfinu ásamt gæðastjórnunartækjum. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að hægt sé að nýta fræði gæðastjórnunar, stjórntæki og verkfæri hennar til að bæta ferla og verklag Útivistar. Rannsakandi leggur því fram tillögur til Útivistar að umbótum og bættum gæðum félagsins.
  Lykilorð: Gæði – Gæðastjórnun – Umbætur

Accepted: 
 • Sep 15, 2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/22900


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Ágústa Gísladóttir.pdf1.05 MBOpenHeildartextiPDFView/Open