is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/22902

Titill: 
  • Forspá greiningardeilda út frá stýrivaxta- og verðbólguspám. Áhrif spánna á verð tveggja ríkisskuldabréfa
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Greiningardeildir innan fyrirtækja og banka á Íslandi sérhæfa sig í að gefa út greiningar og skýrslur er varða íslenskt efnahagslíf. Leggja þær reglulega fram opinberar spár um breytingu á vísitölu neysluverðs og þróun stýrivaxta Seðlabanka Íslands, til lengri eða skemmri tíma. Stýrivaxtaákvarðanir Seðlabankans hafa áhrif á skammtíma- og langtímavexti á fjármálamörkuðum og fjárfestingaákvarðanir einstaklinga og fyrirtækja. Verðbólga og verðbólguvæntingar hafa einnig áhrif á fjárfestingaákvarðanir einstaklinga og fyrirtækja þar sem aukin verðbólga dregur úr raunvirði verðbréfa.
    Framkvæmd er rannsókn á birtum stýrivaxta- og verðlagspám greiningardeilda (Arion banka, Íslandsbanka, Landsbanka Íslands og IFS) á rúmlega fimm ára tímabili með það að markmiði að skoða hversu vel þeim tókst til. Hvaða áhrif spárnar hafa á verð tveggja ríkisskuldabréfa, eitt verðtryggt (HFF 150224) og eitt óverðtryggt (RIKB 25 0612), og hvort spárnar hafi haft áhrif á hegðun fjárfesta varðandi þessi tvö bréf.
    Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að spá greiningardeilda hefur ekki mikil áhrif á væntingar markaðsins, né á verð þessara tveggja ríkisskuldabréfa. Jafnframt sýna niðurstöður að velta og viðskipti eru ekki eins há þá daga þegar greiningardeildir birta sínar spár og þá daga sem Hagstofan og Seðlabankinn birta sínar niðurstöður. Er því hægt að draga þá ályktun að spárnar hafi ekki eins mikil áhrif á viðskipti fjárfesta og niðurstaða Hagstofunnar og Seðlabankans hefur. Þá kom í ljós að greiningardeildir standa sig talsvert betur í að spá um ákvarðanir stýrivaxta en þróun verðlags.

Samþykkt: 
  • 15.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22902


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal_MS Ritgerð Forspá greiningardeilda..pdf1.66 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna