is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22903

Titill: 
  • Að leiða saman barn og bók: Lesendaráðgjöf fyrir börn og unglinga á almenningsbókasöfnum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerðin greinir frá eigindlegri rannsókn sem gerð var á lesendaráðgjöf fyrir börn og unglinga á almenningsbókasöfnum. Tekin voru sjö viðtöl við starfsmenn almenningsbókasafna auk tveggja viðtala við lesendur sem eru einnig viðskiptavinir bókasafna. Tilgangurinn var meðal annars að skoða hvaða merkingu starfsmenn leggja í hugtakið lesendaráðgjöf, hvort lesendaráðgjöf fyrir börn og unglinga sé sinnt á almenningsbókasöfnum og þá hvernig, hvaða kosti starfsmenn telja að virk lesendaráðgjöf hafi í för með sér og hvernig hægt er að sýna fram á þau sóknarfæri sem eru til staðar á þessu sviði til að auka ánægjulestur barna
    Í ljós kom að allir starfsmennirnir nota lesendaráðgjöf í starfi sínu, þeir voru þó ekki allir að gera sér grein fyrir að sú vinna flokkaðist sem lesendaráðgjöf. Almennt var talið að lesendaráðgjöf nýttist mjög vel til að auka lestraráhuga barna, en hún var ekki nýtt sem skyldi þegar kom að unglingunum. Helstu ástæður þess voru hve fáir unglingar koma inn á bókasöfnin. Það starf sem starfsmennirnir vinna til að fá börn inn á bókasöfnin er mjög fjölbreytt og flest það sem þeir taka sér fyrir hendur er gert til að auka áhuga barna og unglinga á bókum og lestri.

Samþykkt: 
  • 15.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22903


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Að leiða saman barn og bók-Magný Rós.pdf1.08 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna