is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22907

Titill: 
  • Vistvæn nýsköpun í íslenskum sjávariðnaði
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í víðasta skilningi má skilgreina vistvæna nýsköpun sem nýsköpun sem hefur jákvæð áhrif á umhverfið og færir okkur nær sjálfbærni með því að bæta eða setja fram ný ferli, venjur, kerfi eða vörur. Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á hvað hefur mótað vistvæna nýsköpun í íslenskum sjávariðnaði. Sjónum var beint að Green Marine Technology [GMT] hóp Íslenska sjávarklasans. Rannsóknarspurningarnar eru: Hvaða hvatar liggja að baki vistvænni nýsköpun hjá þeim fyrirtækjum sem mynda GMT-hóp Íslenska sjávarklasans? Hvaða áskorunum hafa fyrirtækin mætt við umhverfisvæna nýsköpun og þróun? Hver er upplifun fyrirtækjanna af klasasamstarfinu? Rannsóknin byggir á eigindlegum rannsóknaraðferðum. Tekin voru viðtöl við fulltrúa níu af tíu fyrirtækjum GMT. Niðurstöður gefa til kynna að helsti hvati fyrirtækjanna fyrir vistvænni nýsköpun séu markaðstengdir þættir. Í núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi eru sterkir fjárhagslegir hvatar fyrir vistvænni nýsköpun. Þau fyrirtæki sem standa að róttækri nýsköpun virðast mæta nokkru mótlæti við að koma sinni nýsköpun á framfæri og þyrfti sérstaklega að huga að þeim. Upplifun fyrirtækjanna af klasasamstarfinu var almennt góð en var þó ólík eftir því hvort fyrirtækin voru staðsett innan eða utan húsnæði Íslenska sjávarklasans.

Samþykkt: 
  • 16.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22907


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ásgeir Birgisson 2015.pdf1.36 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna