is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22914

Titill: 
  • Heilbrigðismarkaður og líkan Pareto-skilvirkni. Samþætting skilvirkni og jafnræðis?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Líkan Pareto-skilvirkni kveður á um að einungis samkeppnismarkaðir séu hagrænt skilvirkir (e. Economically efficient) og verður því samkvæmt ekki séð að opinber umsvif á heilbrigðismarkaði verði yfirleitt felld undir skilvirknisjónarmið af nokkru tagi. Umfjöllunin mun, um veg Pareto-greiningar (e. Pareto-efficiency), leitast við að varpa ljósi á hvort og þá mögulega hvernig sjónarmið um heilbrigðisþjónustu á jafnræðisgrundvelli stangast á við skilvirkni undir formerkjum samkeppnislíkansins. Um veg tveggja velferðarkennisetninga verður sýnt fram á að opinber íhlutun á heilbrigðismarkaði er þess umkomin að hámarka ábata alls þorra samfélagsþegna í tilliti heilbrigðisþjónustu, sem hefur að leiðarljósi jafnt aðgengi samhliða því að samræmast kröfu um sem hagrænasta skilvirkni. Með öðrum orðum, opinber íhlutun á heilbrigðismarkaði gerir kleift að skapa Pareto-skilvirka stöðu, sem er önnur en skapast myndi um veg fullkominnar samkeppni á þeim markaði samkvæmt líkani þar um.

Samþykkt: 
  • 16.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22914


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heilbrigðismarkaður og líkan Pareto-skilvirkni.pdf557.07 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna