is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22916

Titill: 
  • Straumlínustjórnun hjá íslenskum fjármálafyrirtækjum: Innleiðing og upplifun stjórnenda
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í ritgerð þessari er farið yfir aðferðafræði í stjórnun sem kallast Lean Management og hefur fengið íslenska heitið straumlínustjórnun. Farið er yfir undirstöðuatriði og uppruna aðferðafræðarinnar ásamt því að skoða í fræðilegu samhengi hvernig notkun þjónustufyrirtækja á aðferðafræðinni hefur aukist, en upphaflega var hún fundin upp fyrir framleiðslufyrirtæki. Farið er yfir skiptar skoðanir um notkun aðferðafræðinnar hjá þjónustufyrirtækjum.
    Í ritgerðinni var leitast eftir að svara hver staða straumlínustjórnunar væri hjá íslenskum fjármálafyrirtækjum og hver upplifun stjórnenda væri á aðferðafræðinni. Í seinni hluta ritgerðarinnar er farið yfir niðurstöður megindlegrar rannsóknar um stöðu innleiðingar straumlínustjórnunar hjá íslenskum fjármálafyrirtækjum og upplifun stjórnenda af innleiðingunni og þeim ávinningi sem af innleiðingunni hefur hlotist. Einnig er kannað hvers vegna stjórnendur fyrirtækja sem notast ekki við straumlínustjórnun hafa ekki innleitt hana.
    Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að fjölmennari fyrirtæki innleiði frekar aðferðafræðina en þau sem hafa færri starfsmenn. Þeir stjórnendur sem höfðu innleitt straumlínustjórnun voru sammála um að innleiðingin hafði leitt til ávinnings og skapaði betra skipulag í þeirra vinnuumhverfi. Áhugavert var, í samanburði við niðurstöður annarra rannsókna, að bætt starfsánægja og fjárhagslegur ávinningur voru þeir þættir sem mældust lægstir af þeim möguleikum sem voru gefnir þegar spurt var um ávinning af innleiðingunni. Stjórnendur sem störfuðu í fyrirtækjum sem höfðu ekki innleitt straumlínustjórnun nefndu þekkingarleysi helstu ástæðu þess að aðferðafræðin hafði ekki verið innleidd. Aðrar niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að stjórnendur töldu að innleiðingin hefði getað verið árangursríkari ef markmið hefðu verið skýrari og eftirfylgni markvissari.

Samþykkt: 
  • 16.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22916


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS Ritgerð - MÞR.pdf1.14 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna