is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22931

Titill: 
 • Arðgreiðslustefnur. Viðhorf fagfjárfesta til arðgreiðslustefnu fyrirtækis
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Aðilar á fjarmagnsmarkaði, fræðimenn og aðrir hafa lengi deilt um arðgreiðslustefnur fyrirtækja. Oftar en ekki hafa menn skipts í fylkingar sem hallast að mismunandi kenningum en engin samstaða hefur enn náðst á milli þeirra. Sumir hafa haldið því fram að arðgreiðslur hafi engin áhrif á verðmæti fyrirtækja á meðan aðrir eru á öndverðum meiði. Skoðanir á arðgreiðslustefnum eru vissulega mismunandi á milli ólíkra fjárfesta.
  Markmið ritgerðarinnar var að kanna viðhorf fagfjárfesta á Íslandi til arðgreiðslustefnu fyrirtækis. Rannsókn var gerð meðal valinna fagfjárfesta og kannað hvaða viðhorf þátttakendur hefðu til tíu fullyrðinga sem tengdust arðgreiðslustefnu fyrirtækis. Rannsóknin var send til aðila sem teljast virkir fjárfestar á innlendum verðbréfamarkaði. Fyrir valinu urðu aðilar sem starfa við fjárfestingar hjá þeim lífeyrissjóðum, verðbréfasjóðum eða tryggingarfélögum sem eru á lista Fjármálaeftirlitsins yfir eftirlitsskylda aðila. Út frá svörum þeirra var reynt að draga ályktanir fyrir allt þýðið sem væru allir fagfjárfestar á Íslandi.
  Í fræðilega hluta ritgerðarinnar er fjallað um ólíkar arðgreiðslustefnur ásamt því að teknir eru fyrir ýmsir þættir sem tengjast fyrirtækjum, fjárfestum og fjármagnsmörkuðum sem höfundur taldi mikilvægt að fjalla um í tengslum við þær spurninga sem lagðar voru fram. Í rannsóknarhluta ritgerðarinnar er rýnt í svör við spurningum sem tengdust völdum kenningum um arðgreiðslustefnur. Ekki var leitast við að svara því hvaða arðgreiðslustefna væri ákjósanlegust heldur var frekar reynt að fá innsýn í viðhorf þátttakendanna og kanna hvort þeir hallist frekar að ákveðnum arðgreiðslukenningum fremur en öðrum. Einnig var spurt um viðhorf fagfjárfesta til arðgreiðslustefna fyrirtækja annars vegar í tengslum við frumútboð og hins vegar hvort gjaldeyrishöftin gerðu arðgreiðslur óáhugaverðari en ella vegna takmörkunar til endurfjárfestingar.
  Helstu niðurstöður voru að ákveðnu leyti í takt við deilur fræðimanna í gegnum tíðina og enga eina afgerandi niðurstöðu var að fá. Vegna margbreytileika bæði fyrirtækja og fjárfesta virðast arðgreiðslustefnur fagfjárfesta skipta einhverju máli við fjárfestingarákvarðanir en að þær eru þó aðeins eitt púsl í stórri mynd sem hefur mismikið vægi eftir því hvaða fyrirtæki á í hlut hverju sinni.

Samþykkt: 
 • 17.9.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/22931


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Margrét_Ólafsdóttir_lokaskil.pdf1.17 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna