en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/22936

Title: 
  • Title is in Icelandic Kallíhróa: Um tjáningu og túlkun tilfinninga í forngrískri skáldsögu
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Í þessari ritgerð verður fjallað um forngrísku skáldsöguna Kallíhróu eftir Karíton frá Afródísíu í ljósi tilfinninga; tjáningu þeirra og túlkun. Tilfinningar eru sammannlegar en skilningur, tjáning og túlkun er afar menningarbundin milli ólíkra samfélaga og tímabila. Atburðarásin í Kallíhróu er dramatísk og eru birtingarmyndir tilfinninganna mjög líkamlegar á þann hátt að nútímalesanda virðast þær stílfærðar, jafnvel fjarstæðukenndar. Ákveðin líkamstjáning er í beinum tengslum við tilfinningar sem manneskjan upplifir. Með endurtekningu verður tjáningin að tákni sem hefur merkingu í sjálfu sér innan ríkjandi táknkerfis samfélagsins. Slík tjáning tilfinninga þjónar hlutverki miðlunar til þess sem túlkar, hins innbyggða áhorfanda eða lesanda verksins.
    Vandinn við að lesa verk frá öðru tímabili, líkt og Kallíhróu, liggur ekki í því að tilfinningarnar sem birtast í verkinu snerti ekki við lesendum í dag heldur á lesandinn erfitt með að skilja birtingarmyndir tilfinninganna út frá öðrum forsendum en þeim sem eru innan hans eigin skilyrta menningarramma. Út frá því vakna spurningar um hvernig birtingarmyndir tilfinninganna töluðu til hins forngríska lesanda og hvernig það samræmist túlkun nútímalesenda á þeim tilfinningum sem þar birtast. Skoðaðar verða birtingarmyndir tilfinninganna í Kallíhróu út frá því menningarlega samhengi tilfinninga sem verkið er skrifað í, hugmyndir um áhrif tilfinninganna innan líkamans, áhrif þeirra á aðra og hin samfélagslegu gildi og viðmið sem stýra því hvað telst rétt í tjáningu og miðlun tilfinninga.

Sponsor: 
  • Sponsor is in Icelandic Rannsóknarsjóður (styrknúmer: 130605-053)
Accepted: 
  • Sep 17, 2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22936


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Kallíhróa og tilfinningar fornaldar.pdf3.19 MBOpenHeildartextiPDFView/Open