is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22940

Titill: 
  • Takmarkanir á frádráttarbærni vaxtagjalda í atvinnurekstri
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Á fyrirsvarsmönnum félaga í rekstri hvílir sú skylda að standa skil á greiðslu skatta í ríkissjóð. Félög hafa hinar ýmsu heimildir í íslenskri löggjöf til þess að draga frá tekjum sínum kostnað sem tengist rekstrinum þ.á.m. vexti af lánum.
    Megintilgangur ritgerðarinnar er að leitast við að svara hvaða lagalegu takmarkanir gilda um frádráttarbærni vaxtagjalda þ.á.m. á grundvelli laga um tekjuskatt nr. 90/2003 og laga nr. 2/1995 um hlutafélög. Markmið ritgerðarinnar er að fjalla um þau hugtök sem tengjast atvinnurekstri og frádráttarbærum kostnaði, ásamt því að fjalla um þær lagareglur sem til staðar eru í innlendri löggjöf er takmarka á einhvern hátt heimild félaga í að nýta vaxtakostnað sem frádráttarbær gjöld í reikningsskilum sínum. Við túlkun er litið til dóma og úrskurða með það að markmiði að fá betri sýn á þeim reglum sem í gildi eru. Einnig er fjallað um ábyrgð stjórnvalda, endurskoðenda og stjórnenda félaga þegar kemur að óheimilli nýtingu vaxtafrádráttar í reikningsskilum félaga.
    Helsta niðurstaða ritgerðarinnar er sú, að til staðar eru óskýr lagaákvæði er takmarka frádráttarbærni vaxtagjalda í kjölfar óeðlilegra lánveitinga þ.á.m. við skuldsettar yfirtökur og öfugan samruna. Inntak tekjuskattslaganna er óskýrt og því nauðsynlegt að marka framtíðarstefnu og setja í lögin sérákvæði sem kveður afdráttarlaust, hvort og hvenær vaxtagjöld séu frádráttarbær í skattskilum félaga.

Samþykkt: 
  • 18.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22940


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LokaritgerðTinna.pdf1.07 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna