is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22947

Titill: 
 • Drengir og textílmennt : mótun afstöðu drengja til verkefna í textílmennt
 • Titill er á ensku Boys and Textile Education : the forming of boys’ attitudes towards projects in textile art.
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í ritgerð þessari er fjallað um rannsókn þar sem leitað var eftir því hvernig afstaða drengja mótast hvað varðar verkefni í textílmennt; hvað það er sem kveikir áhuga þeirra og hvað það er sem dregur úr honum. Gagna í rannsókninni var aflað með eigindlegum aðferðum og voru tekin viðtöl í tveimur fimm og sex drengja rýnihópum, ásamt viðtölum við fjóra aðra karlkyns einstaklinga sem hafa áhuga á eða vinna við einhverskonar textílvinnu. Í fræðilegum bakgrunni ritgerðarinnar er könnuð saga textílmenntar, sérstaklega með tilliti til drengja, auk þess sem hugmyndafræði Deweys og Eisners sem snýr að verk- og listgreinum er skoðuð. Einnig er fjallað um jafnrétti, áhuga og áhugahvöt, og skoðað er hvernig aðalnámskráin fjallar um fagið textílmennt. Þá er fjallað um kyngervi, kynjamun og hlutverk kynjanna auk þess sem fjallað er lítillega um einstaklingsmiðað nám. Niðurstöður sýna að drengir vilja fá að taka þátt í vali á verkefnum og með því móti geta þeir valið verkefni sem eru sniðin að áhuga hvers og eins. Fram kom í rannsókninni að meirihluti viðmælenda talar um að ekki sé mikil handavinna stunduð á heimilum þeirra. Það sem einkenndi þá viðmælendur sem fannst skemmtilegt í textílmennt var að mikil textílvinna fór fram á heimilum þeirra og þeir tóku þátt í henni. Einnig endurspegluðust neikvæð viðhorf feðra nokkurra drengjanna til textílmenntar í afstöðu drengjanna sjálfra til fagsins. Viðmælendur mínir töluðu um að viðhorf samfélagsins til textílmenntar hefði breyst en þó væri það eingöngu hjá yngri kynslóðinni. Það viðhorf ríkir enn hjá sumum eldri körlum að prjónaskapur sé til dæmis eingöngu fyrir konur.

 • Útdráttur er á ensku

  Boys and Textile Education – The forming of boys’ attitudes towards projects in textile art.
  This essay will discuss the results of a study that was made to test how young boys’ attitudes are shaped and influenced in textile education. It will also reveal what sparked their interest or made them lose it. Data for the study was obtained with qualitative research methods, through interviews in groups that consisted of either two, five, or six boys, as well as interviews with four adult male individuals who are interested in pursuing, or already have pursued, a career in the field of textiles. In the theoretical background the history of textile education is examined, with an emphasis on boys, combined with a look at the theories of Dewey and Eisner about vocational education and training in the arts. Equality, interests and motivation are also discussed. The Icelandic National Curriculum for Compulsory Schools with regard to textile education is examined and gender, gender differences and gender roles are discussed. I also discuss briefly the role of individualized education. The research shows that boys want to participate in choosing their projects and by doing that they are able to pick those projects that meet their individual interests. One aspect this study brought to light is that most of the interviewees mentioned the fact that there is not a lot of crafting or sewing in their households. Those interviewees that enjoyed textiles in school said that they participated in a lot of crafting in their homes. There was also a connection between the boys’ attitude and their father’s opinions; if their fathers' opinion was not positive towards the concept of textile education, it was reflected in the boys' attitude towards it. The interviewees mentioned that the general attitude towards textile education has changed, but only amongst the younger generation. The attitude, for example, that knitting should only be for women is still prevalent among older males.

Samþykkt: 
 • 18.9.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/22947


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MEd_ritgerd_Aslaug_Jonsdottir_2015_.pdf987.48 kBLokaður til...10.12.2055HeildartextiPDF