is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22949

Titill: 
 • Nemendasjálfstæði í enskukennslu : notkun ferilmappa
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Viðfangsefni ritgerðarinnar var að kanna hvort nemendur mínir upplifðu ábyrgð og sjálfstæði í vinnu sinni með ferilmöppur í enskunámi sínu í unglingadeild grunnskóla. Markmið þeirrar vinnu var að þjálfa og æfa notkun á tungumálinu en ekki síður að þjálfa nemendasjálfstæði (e. learner autonomy). Ferilmöppurnar hafa verið í sífelldu endurmati og með áframhaldandi þróun í huga vildi ég kanna hvort nemendur mínir upplifðu þetta sjálfstæði og meðvitund um getu sína og hvernig þeim líkaði það. Ennfremur vildi ég kanna hvort, og þá hvernig, einkunnagjöf hefði áhrif á það hve mikið þeir legðu sig fram við verkefnavinnu.
  Rannsóknaraðferðin var eigindleg rannsóknaraðferð þar sem ég tók rýnihópaviðtöl við tvo hópa fyrrverandi nemenda minna. Annar hópurinn samanstóð af nemendum sem í dag eru í öðrum bekk í framhaldsskóla en í hinum hópnum voru nemendur sem ég kenndi ensku í 8. og 9. bekk en eru núna í 10. bekk.
  Niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að nemendur upplifðu ábyrgð og sjálfstæði við möppuvinnuna á þann hátt að þeir upplifðu aukið vald í ákvarðanatöku varðandi nám sitt. Þeir voru jákvæðir gagnvart því vali sem sjálfstæð vinnubrögð bjóða upp á og höfðu áhuga á aukinni ábyrgð á námi sínu. Sjálfsmatsblöð úr Evrópsku tungumálamöppunni virtust auka meðvitund nemendanna um getu sína og þá vitneskju nýttu þeir svo við áframhaldandi nám. Í ljós kom að einkunnagjöf hafði áhrif á vinnuframlag á þann hátt að þátttakendur sögðust leggja sig meira fram við verkefni sem giltu til einkunna en önnur verkefni. Einnig komu fram upplýsingar þess efnis að nemendum líkaði vel að vinna saman í hópum eða pörum og hjálpuðust frekar að við verkefni sem unnin voru í tengslum við möppurnar en önnur verkefni.
  Þessar niðurstöður benda til þess að vinnan með ferilmöppurnar skili tilætluðum árangri varðandi ábyrgð og sjálfstæði. Við áframhaldandi þróun mappanna mætti auka samvinnunám og fjölbreyttara námsmat, þ.m.t. jafningjamat. Einnig mætti reyna að samþætta námsmat meira almennri verkefnavinnu til að leggja áherslu á jafnt gildi allra verkefna, hvort sem um er að ræða matsverkefni eða ekki.

Samþykkt: 
 • 18.9.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/22949


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Nemendasjálfstæði í enskukennslu-notkun ferilmappa.pdf801.49 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna