Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/22950
Í þessari ritgerð er fjallað um yfirfæranlegt tap, framsetningu í ársreikningum og yfirfæranlegt tap afturvirkt.
Farið er yfir tekjuskatt og hvernig yfirfæranlegt tap hefur áhrif á tekjuskatt. Þá verður einnig farið yfir hvaða lög gilda hér á landi um yfirfæranlegt tap og IAS 12 sem fjallar sérstaklega um tekjuskatt fyrirtækja. Skoðaðir eru ársreikningar félaga í kauphöllinni og athugað hvernig þau segja fram sitt yfirfæranlega tap og hvernig það gangast félögunum.
Þá verður einnig farið yfir yfirfæranlegt tap afturvirkt og skoðað hvaða reglur gilda um slíkt í nágrannalöndum og skoðað hvort rök séu fyrir því að heimila slíkt hér á landi. Svo verða helstu hlutar ritgerðarinnar dregnir saman.
Niðurstöður voru þær að frekari rannsókn á efnahagslegum þörfum, þörfum fyrirtækja og þörfum samfélagsins þyrfti til komast að fullu um hvort ætti að heimila yfirfæranlegt tap afturvirkt.
| Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
|---|---|---|---|---|---|
| Lokaskil_Trausti_Einars_2016_PDF.pdf | 324,03 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |