is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/22957

Titill: 
  • Þættir sem hafa áhrif á námsárangur : hvað má gera betur í menntamálum í Vestmannaeyjum?
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvaða þættir hafa áhrif á námsárangur. Samhliða því var athugað með hvaða hætti staðið er að skólamálum í Vestmannaeyjum og hvernig megi gera betur. Gerð var eigindleg rannsókn þar sem tekin voru þrjú rýnihópaviðtöl við samtals 18 einstaklinga. Rætt var við nemendur, kennara og foreldra til að fá fram viðhorf og reynslu viðmælenda af ýmsum atriðum er tengjast skólagöngu í Vestmannaeyjum. Rannsóknarspurningin var: Þættir sem hafa áhrif á námsárangur - Hvað má gera betur í menntamálum í Vestmannaeyjum? Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að viðhorf til menntunar eru að breytast í Vestmannaeyjum. Viðhorf til Grunnskóla Vestmannaeyja eru almennt jákvæð. Viðhorf til Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum eru mun neikvæðari en greina má merki um breytingar í jákvæða átt með tilkomu nýs starfsfólks, bæði stjórnenda og kennara. Margir þættir hafa áhrif á námsárangur s.s. kennarar, skólinn, viðhorf nemanda og foreldra til náms, menntun móður, áhugi, metnaður og trú nemanda á eigin getu. Mikilvægt er að auka samstarf heimilis og skóla og samvinnu milli skólastiga. Einnig er æskilegt að fá samfélagið til að sameinast um mikilvægi menntunar og auka metnað til að ná árangri. Jafnframt þarf að aðstoða nemendur við að setja nám ofar í forgang og upplýsa foreldra og samfélagið betur um það sem vel er gert í skólunum.

  • Útdráttur er á ensku

    Factors influencing academic performance:
    How to improve education in Westman Islands?
    The purpose of the study was to examine which factors influence academic performance. The state of the school system in Westman Islands was examined and in what ways it might be improved. A qualitative study with three case studies was done with a total of 18 participants. Students, teachers and parents were interviewed in order to reveal their attitude and prior experience with various aspects of schooling in Westman Islands. The research question was: Factors influencing academic performance: How can the Westman Islands school system improve? The results of the study indicate that attitudes toward education are improving in Westman Islands. The attitude toward the elementary school is generally positive. The general attitude towards the high school is much more negative but is improving with new staff, both teaching and administrative. Many factors influence academic performance such as: teachers, the school, student and parent attitude towards education, maternal education, motivation, ambition and self-efficacy. It is important to increase the level of cooperation between parents and the schools and between the schools at different levels. It is also important to get the community to unify in making an effort to improve attitudes toward education and ambition for better performance. Students must also be assisted to prioritize their education higher and parents and the community must be informed better of good developments in their schools.

Samþykkt: 
  • 18.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22957


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þættir sem hafa áhrif á námsárangur, Hvað má gera betur í menntamálum í Vestmannaeyjum.pdf1.08 MBLokaður til...01.01.2040HeildartextiPDF