is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2296

Titill: 
 • Chronic leg ulcers in Iceland. Prevalence, aetiology and management
Titill: 
 • Langvinn fótasár á Íslandi; Algengi, orsakir og meðferð
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Útdráttur
  Bakgrunnur: Langvinn fótasár eru heilbrigðisvandamál sem einkum varða aldraða einstaklinga. Fótasár eru sjúkdómsástand sem varir mánuðum og jafnvel árum saman. Bati er hægur og sárin koma aftur og aftur. Fótasár skerða lífsgæði umtalsvert og meðferð fótasára er auk þess kostnaðarsöm. Sýnt hefur verið fram á að gagnreyndir starfshættir við meðferð langvinnra fótasára flýta bata, minnka kostnað, auk þess að bæta lífsgæði. Lítið er vitað um algengi fótasára á Íslandi, dreifingu þeirra, orsakir eða meðferð.
  Markmið: Varpa ljósi á hversu margir einstaklingar eru með fótasár á Íslandi, hvers eðlis þau eru og hvernig þau eru meðhöndluð og skapa þannig þekkingargrunn sem nýtist við frekari rannsóknir og við stefnumótun í heilbrigðisþjónustu sem og við mat á árangri þjónustu við sjúklinga með langvinn fótasár.
  Aðferð: Lýsandi rannsókn með þverskurðarsniði. Langvinn fótasár voru skilgreind sem opin sár fyrir neðan hné, á fótlegg eða fæti, opin lengur en 6 vikur frá því þau mynduðust. Við söfnun gagna var leitað til heilbrigðisstarfsfólks og þeir beðnir um að fylla út spurningalista fyrir hvern þann einstakling sem þeir sinntu eða þekktu til á ákveðnu tveggja vikna tímabili vorið 2008. Gögnum var safnað á öllum heilsugæslustöðvum, miðstöð heimahjúkrunar, hjúkrunar- og dvalarheimilum, langlegudeildum og göngudeildum sjúkrahúsa á landinu, 166 einingum alls. Til að greina orsakir sáranna var slembað 20 manna úrtak valið úr innsendum spurningalistum og þeir sjúklingar sem lentu í úrtakinu skoðaðir og metnir með tilliti til orsaka sáranna.
  Niðurstöður: Svörun var 100%. Alls fundust 226 einstaklingar með sár. Algengi var reiknað 0,072% en hækkaði upp í 0.61% meðal einstaklinga 70 ára og eldri. Meðalaldur var 75,2 ár. Í 34% tilfella var talið að um bláæðasár væri að ræða, önnur eða óþekkt orsök var gefin í 25% tilfella. Hjá 57% sjúklinga byggðist greining sáranna á klínískri skoðun eingöngu. Dopplerskoðun var skráð í 20% tilfella. Hjúkrunarfræðingar voru ábyrgir fyrir sárameðferðinni í 90% tilfella en flestir sjúklinganna (88%) höfðu fengið skoðun hjá lækni vegna sáranna á undangengnu ári. 60% sjúklinga með bláæðasár voru meðhöndlaðir með þrýstingsumbúðum. Nútíma sáraumbúðir voru notaðar til að búa um sárin í 75% tilfella en þurrar eða saltvatnsvættar grisjur voru notaðar hjá 10% sjúklinga.
  Ályktanir: Niðurstöður benda til þess að algengi langvinnra fótasára á Íslandi sé með því lægsta sem þekkist. Greining og meðferð er breytileg. Þörf er á fræðslu og innleiðingu gagnreyndra starfshátta í meðferð langvinnra fótasára í íslensku heilbrigðiskerfi. Þörf er á frekari rannsóknum.
  Abstract
  Background: Chronic leg and foot ulcers are a major health care concern, especially among the elderly population. The condition can persist for months and even years and recurrence rate is high. Chronic leg ulcers have great impact on people’s daily lives and the cost of treating leg ulcers is severe. Evidence based practice improves healing rates, lowers cost and the positive effect on leg ulcer patients’ quality of life has been suggested. To date the prevalence of chronic leg ulcers in Iceland is unknown and little is known about the extent of the problem, their aetiology or management.
  Aim: The aim of the study was to identify the number of leg ulcer patients among the Icelandic population and to determine their aetiology and management, in order to create an empirical background for further research, health care policy making and evaluation of leg ulcer services.
  Methods: Descriptive cross sectional study. Chronic leg ulcers were considered all ulcers below knee, open ≥6 weeks. Patients were identified by health care professionals who were asked to fill out one structured questionnaire for every leg ulcer patient they had treated or knew of, during a two weeks period in May 2008. Data were collected in all primary health care clinics, home care units, geriatric institutions, hospital long term wards and outpatient clinics in Iceland, 166 units altogether. A random sample of 20 patients was selected from the whole sample for validation of the underlying aetiology.
  Results: Response rate was 100%. A total number of 226 leg ulcer patients were identified, representing a prevalence rate of 0.072% rising up to 0.61% among the population over 70 years. Mean age was 75.2 years. Estimated aetiology was venous in 34% of cases and other or unknown in 25% of cases. In 57% of cases diagnosis was based on clinical observation alone. Doppler inspection was reported in 20% of cases. Nurses were in charge of the treatment in 90% of cases but most patients (88%) had been seen by a physician because of the ulcers in the preceding year. Compression was used in 60% of venous leg ulcer cases. A variety of modern wound dressings were used in 75% of cases and saline soaked or dry gauze were used in 10% of cases.
  Conclusion: Prevalence rates are low compared to other studies. Diagnostic methods and management varies. Evidence based leg ulcer practice needs to be implemented in Iceland. Further studies are needed.

Samþykkt: 
 • 29.4.2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/2296


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Chronic leg ulcers in Iceland; Prevalence, aetiology and management_fixed-1.pdf2.44 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna